16.10.2008 | 15:18
I´m lost!
Ég er í fríi í dag og hef notað það sem af er degi að lesa blogg og fréttamiðla. Nauðsynleg heimilisverk mega bara bíða, þau lenda hvort sem er á mér sjálfri en ekki á einhverjum saklausum meðborgara mínum.
Við þennan lestur minn hef ég hvorki fyllst bjartsýni né samhug. Mér finnst ég aftur á móti verða vör við mikla veruleikafirringu og múgsefjun. Sem dæmi um veruleikafirringu get ég nefnt fylgjendur núverandi stjórnvalda, sem vilja svigrúm til að vinna úr þeirri vitleysu, sem ég tel að þeir hafi sjálfir komið okkur í. Þessir sömu aðilar vilja líka bíða með að finna "sökudólgana" og þá væntanlega svo hægt sé að fela "svikaslóðina". Það hlýtur að vera vænlegra til árangurs að þefa uppi nýja slóð en gamla, yfirfennta og útmáða.
Stjórnarandstæðingar koma margir með góða punkta, en vandamálið er að þeir tala allir frá sitthvoru horninu, svo úr verður "flokkurinn minn" syndrómið, sem að mínu mati verður stundum líkt trúarofstæki.
Ég myndi gjarnan vilja að gengið yrði til kosninga sem fyrst, því ég vil breytingar. En ef gengið yrði til kosninga núna gæti ég ekki kosið, því ég treysti engum núverandi flokka til einhverra stórræða. Ég vil breytt fyrirkomulag. Ég vil geta kosið einstaklinga, sem mér lýst vel á og treysti án þess að heilu hjarðirnar af vitleysingum fylgi með.
Sem dæmi um múgsefjun eru boð að "ofan" um að við eigum að standa saman og sýna hvert öðru skilning og samhug. M.a.s. stjórnendur moggabloggs hafa sent okkur faðmlag til að útbýta til bloggvina. Hvað er í gangi? Ég hef aldrei átt í vandræðum með að faðma og knúsa, þá sem mér þykir vænt um og hef gert það án hvatningar hingað til, en svona "hópknús" missir marks að mínu mati...ég mun aldrei vita hvort sendandinn meinar þetta af heilum hug eða er bara að nota þetta af því að það er til staðar.
Og svo er það blessaður óvinurinn hann Gordon Brown. Ég tek alveg fullan þátt í "hatri" þjóðarinnar á þessum bjána en geri mér jafnframt grein fyrir því að það hentar Ísl. stjórnvöldum afar vel þessa stundina að geta bent á "sameiginlegan" óvin. En getum við ekki haft í huga að: Ekki er það einum bót þótt annar sé verri?
Ég var áhorfandi að "góðærinu", gat ekki annað, því ég er hvorki blind né heyrnarlaus. Þúsundir Íslendinga misstu af góðærinu....við vildum alveg taka þátt en var ekki boðið með. Við báðum ekki um kreppuna en við fáum alveg örugglega að vera með í því dæmi, því "nú skulu allir leggjast á eitt, taka höndum saman, og koma skútunni á flot".
Við Íslendingar erum fámenn þjóð (hafið þið heyrt þetta áður?) og það væri hægt að koma okkur öllum fyrir í góðri fjárrétt á Suðurlandi. Þar væri hægt að skipta okkur í hólf og fá formenn núverandi stjórnmálaflokka á Íslandi til að draga það "fé" til slátrunar, sem þeim þóknaðist. Ég fæ ekki séð að það yrði nokkur eftir í réttinni þegar upp er staðið. Hættum með Íslenskt flokkakerfi, við erum jú bara u.þ.b. 320.000 hræður.
Ó hvað við hlógum að þessum frábæra grínara, þegar auglýsingar Kaupþings fóru að birtast en leggjum við hlustir núna:
Mér þykir svo vænt um mörg ykkar sem lesið hugleiðingar mínar reglulega og ég vona að ég hafi komið því til skila með einhverjum hætti í gegnum tíðina
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Óvenjuleg virkni sem getur leitt til eldgoss
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
Athugasemdir
Snilldarpistill að vanda. Þetta hópknús nær ekki alveg til mín í gegn um apparatið hér fyrir framan mig. Ég hef samt sent knús á móti og með hlýhug og sendi þér eitt núna héðan úr sveitinni.
Ía Jóhannsdóttir, 16.10.2008 kl. 15:58
Þetta er svo helvíti góður pistill að ég knúsa þig í huganum.
Ekkert rafrænt við það
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 16:15
Vitið þið hvað það er gott að rausa í ykkar augu? Mér líður strax betur
Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:47
Þú ert frábær kona. Með jafnaðargeð sem mér líkar svo vel elsku Sigrún mín.Og er með það á hreinu að þú átt auðvelt með að taka utan um fólkið þitt. Blessi þig.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:01
Flott hjá þér ;)
Aprílrós, 16.10.2008 kl. 18:15
Þú ert frábær kemur öllu frá þér á Íslensku svo allir skilja það sem þú segir. Ég segi eins og þú treysti engum og mundi vilja kjósa menn
góða menn sem kynnu að vinna saman.
Við höfum í minni fjölskyldu faðmast og talað fallega við hvort annað.
Knús og faðm til þín Sigrún mín
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 18:46
Atarna var lestur einn lesaugans virði.
Takk.
Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 19:03
Takk takk Sigrún mín fyrir flottann pistil...
kvedja frá
Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 16.10.2008 kl. 19:57
Ef við færum að kjósa fólk en ekki flokka er þá ekki hætt við því að þetta yrði eins og í forsetakosningum í BNA, þeir sem ættu mesta peninga til að auglýsa sig yrðu kosnir. Fólk er nefnilega svoddan sauðir. Vildi samt að þetta væri hægt á jafnréttisgrundvelli.
Helga Magnúsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:43
Þakka innlit og hlýjar kveðjur
Helga, en þannig er það einmitt í dag hér á landi.....stærsti flokkurinn fær hæstu upphæðina....frá "ríkinu"...allt í nafni lýðræðis.
Veit ekki hvernig þetta er framkvæmanlegt, en uppstokkun er nauðsynleg
Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:55
færslan mín hefur horfið.....góð að vanda
Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 23:09
Vel mælt kæra bloggvinkona!
Og samkvæmt nýjustu Völvuspekinni eru hlutirnir að fara að breytast...stjórnin fellur og nææyjir menn munu taka við seðlabankanum....vonandi stemmir þessi spá....
Knús á þig...og ég meina það alveg frá hjartanu!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:35
Einstaklega góður pistill. Er sammála þér í því að ekki væri auðvelt að ganga til kosninga eins og staðan er í dag. Ég treysi engu núverandi stjórnarafli til að leiða nýja ríkisstjórn sem gæti leitt þjóðinna til betri vegar og/eða lágmarkað þann skaða sem núverandi ráðamenn bera ábyrgð á.
Góð tillaga að kjósa þá einstaklinga sem við treystum, ekki flokkum.
Knús á þig, væntumþykjan er gagnkvæm hérna megin
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:21
Góður pistill.
Magnús Paul Korntop, 17.10.2008 kl. 02:36
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 12:15
Takk öll
Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:59
Glæsilegur pistill. Svo er bara að mæta á morgun klukkan þrjú og mótmæla.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:26
Kæra Sigrún.
Það sem skiptir máli eru ærlegheit líkt og er að finna í þessum pistli þínum. Allt annað virkar eins og froða sem á endanum sjatnar í djúpin.
Ég veit ekki frekar en þú hvernig framtíðin verður en ég veit að í hafið renna öll fallvötn að lokum hversu máttug sem þau kunna að sýnast, bara af því að hafið liggur lægst. Þannig sé ég stundum bakbein þjóðarinnar, fólkið sem á endanum eins og hafið, tekur við öllu og er um leið máttugast og mikilvægast.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.10.2008 kl. 23:18
Flottur pistill hjá þér og er sammála, nema ef kæmu til kosninga í dag þá myndi ég ekki vita hvern vitleysinginn ég ætti að kjósa til að koma okkur uppúr þessu sukki.
Takk fyrir vinabeiðnina
M, 18.10.2008 kl. 00:50
Takk fyrir innlit og góð orð.
Lára Hanna ég reyni að mæta
Svanur
M, velkomin í bloggvinahópinn minn
Sigrún Jónsdóttir, 18.10.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.