Leita í fréttum mbl.is

Óskalög öreiganna, 9.þáttur.

Ég man þá tíð, þegar pabbi lagði sitt fé í Kaupfélagið.  Þetta var voðalega patent.  Út á þessar skjátur gat svo pabbi tekið út eitt og annað, sem þurfti til heimilisins og var með svokallað "goodwill kredit" þannig að ég gat farið í búðina, keypt það sem mig vanhagaði um t.d. möndlur, bláan Opal og Sinalco og látið "skrifa það hjá pabba"Wink.

Ég gerði það náttúrulega ekki, því afgreiðslufólkið hefði nú bara hlegið að mér og rekið mig út að leikaBlush.  

hronnsig bloggvinkona mín á Selfossi ræktar RABBABARA.  Það hefur stundum borið á góma á hennar bloggsíðu að vera með svona vöruskiptamarkað í sparnaðarskyni því við þessar hagsýnu húsmæður vorum sko fyrir lifandis löngu farnar að ræða sparnaðaraðgerðir áður en stjórnvöld og Davíð áttuðu sig á vandanumCool.

Í dag var Hrönn nóg boðið og skrifaði þessa ljómandi skemmtilegu færslu:

Hingað og ekki lengra!

Ætli Hrönn geti lagt inn rabbabara í Kaupfélagið í Skagafirði og fengið svona "good will kredit" í staðinn?  Þá gæti hún kannski fært út kvíarnar og verið með Býflugnabú og lagt inn hunangTounge.

Honey, Honey með Abba er hér sérstaklega spilað fyrir Hrönn Sigurðardóttur á SelfossiHeart:

Honey er betra en moneyInLove

 


mbl.is Taka peninga úr bönkum og leggja í kaupfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 8.10.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Miklu betra......

Svo var ég líka að velta því fyrir mér að leggja kartöflurnar inn á reikning í Kaupfélagi Vopnfirðinga. Hver veit nema ég nái góðum Vopnfirðingi út á þær..........?

Gott að eiga opna reikninga út um allt land

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2008 kl. 07:13

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já miklu beetra iog passar betur.

Vid verdum víst ad hreda bara sultarólina enn betur til ad lifa af veturinn eins og fólk upp til svita á tá daga turfti ad gera...

Tá var líka kreppa.

Knús á tig mín kæra

Gudrún Hauksdótttir, 8.10.2008 kl. 07:23

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 8.10.2008 kl. 07:58

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við stelpurnar höfum þetta.  Við erum vanar í eldhúsinu, í innkaupunum og að dusta úr hornunum.  Það er allt vaðandi í rykrottum á stjórnarheimilinu.

Við í málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2008 kl. 08:56

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

taka slátur, sjóða sultu, sauma dúka í jólagjafir, iss stelpur ég er búin að þessu öllu, eða þannig, en dúkarnir á góðri leið...

Rut Sumarliðadóttir, 8.10.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Honey, honey - money, money...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband