Leita í fréttum mbl.is

Alzhimer er dauðans alvara.

Dagurinn í dag er alþjóðlegur Alzheimers dagur.  Það fór nú ekki mikið fyrir honum svona almennt, sá reyndar ágæta umfjöllun í Morgunblaðinu og svo var pínulítið viðtal við mann, sem greindur hefur verið með Alzheimers sjúkdóminn í fréttatíma stöðvar 2 í kvöld, sem ég vona að verði síðar að stóru viðtali innan um aðra umfjöllun.

Alzheimer- og aðrir heilabilunarsjúkdómar þurfa meiri umfjöllun, svo skilningur á þessum sjúkdómum aukist, þarna þurfa fjölmiðlar að standa sig mikið betur.  Heilbrigðiskerfið hefur langt í frá staðið sig í að bjóða upp á sérhæfð úrræði fyrir þennan sístækkandi hóp. 

Ég fann þetta myndband á vafri mínu á YouTube og gat ekki stillt mig um að setja það hér inn.  Bestu dagarnir í minni vinnu er þegar við starfsmennirnir og okkar skjólstæðingar sjá sameiginlega húmorinn í annars erfiðum aðstæðum og það skeður sem betur fer oftSmile

Annars reyndum við Regína vinnufélagi minn að gera þennan dag aðeins hátíðlegri en aðra daga í tilefni dagsins.  Við fórum út og klipptum greinar af haustlituðum trjám og runnum, týndum reyniberjaklasa og skreyttum borðstofuborðið.  Notuðum sparistellið og reyndum okkar besta til að skapa hátíðastemmingu í okkar húsakynnumHeart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg færsla og nauðsynleg áminning.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gaman að heyra af þessu Sigrún. Svona dagar fara oftast fram hjá manni. En ég verð alltaf glaður þegar ég sé að aðrir halda kyndlinum hátt á lofti.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk öll og bestu kveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 21.9.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Aprílrós, 21.9.2008 kl. 23:24

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún, þetta er skelfilegur sjúkdómur, þekki það frá ömmu minni og móðursystur. Vona bara að hann sé ekki arfgengur. Úff.

Rut Sumarliðadóttir, 21.9.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Einn sá erfiðasti sjúkdómur sem hægt er að hugsa sér, ekki síst ættingjana vegna þegar líða tekur á sjúkdómsferlið. Umræðan um Alzheimer er nær engin í þjóðfélaginu sem ég fæ ekki skilið. Ég hélt að með aukinni þekkingu og fræðslu myndi umræðan opnast. Svo er ekki í þessu tilviki. Skyldi vera um feimnismál að ræða?

Þetta broslega, stutta myndskeið segir í raun all sem segja má um sjúkdóminn.

Takk fyrir góðan pistil, frábært hvað þið stöllur gerðuð í dag af tilefni dagsins.  Þið hafið ugglaust glatt einhverja

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 00:19

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er einn af grimmustu sjúkdómunum.............ótrúlega lítil umræða  og vantar mikið upp á að úrræði hér séu nægileg. Þið stöllur flottar því stundin gleður augnablik......

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 01:34

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha frábært myndband

Ekki hafði ég hugmynd um að Alzheimer dagurinn var í gær! Þannig að þú sérð nú hvernig fjölmiðlar eru að standa sig gagnvart mér!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 08:15

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gott starf sem þið vinnið

Ía Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 09:30

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyrði ágæta sögu  af konu með alzheimer í gær.  Hún þekkti ekki lengur manninn sinn en þekkti fötin hans.  Og bað hann endalaust um að skila fötum mannsins síns.............

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 11:08

11 identicon

æðislegt myndband. maður verður að geta hlegið líka af þessum annars hræðilega sjúkdómi

Helga Magga (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:47

12 Smámynd: Ragnheiður

Hefðir þú ekki bloggað um þetta þá hefði ég misst af þessu og er áreiðanlega degi of sein en ég bloggaði um þessa færslu þína. Núna ætla ég að skoða myndbandið

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 12:13

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og innlegg.

Hólmdís, þau eru mörg þessi sorglega kómísku augnablik...

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:17

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þegar ég var í lögreglunni lenti ég stundum í því að leita að fólki með Alzheimer sem hafði ráfað að heiman. Þegar við fundum þetta fólk, oft eftir langan tíma, var það svo sorglegt hvað það var hrætt og ráðvillt. Alzheimer er sko ekkert grín.

Talaði við Svanhildi systur mína í gærkvöldi og hún biður alveg rosalega vel að heilsa þér.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:58

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Helga

Það er ekki erfitt að ímynda sér vanlíðan fólks sem "týnist" og ratar ekki heim, það hlýtur að vera skelfilegt.

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:10

16 identicon

Sæl Sigrún mín!

Ég var að vinna um helgina og það hafði enginn hugmynd um þetta. Það hefði verið gaman að vita af þessu og getað gert eitthvað svona öðruvísi í tilefni dagsins. Í gegnum mína sjúkraliðatíð er maður búinn að upplifa mörg átakanleg Alzheimertilfelli, en líka spaugileg, eins og sést í þessu myndbandi, sem er alveg yndislegt. Og ef það er ekki hægt að sjá spaugilegu hliðarnar við það, alveg eins og hinar átakanlegu......! Þá hvað?

Kær kveðja á þig

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:52

17 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 22.9.2008 kl. 14:07

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það voru nú oft grábroslegar uppákomurnar sem ég upplifði með Alzheimerfólkinu "mínu" þegar ég starfaði á Eir - og væru efni í heila bók.

Einu sinni sagði ég við einn manninn sem sat við hliðina á uppáhaldsvinkonu sinni; Jæja - langar þig ekki í Bingó xxxx minn, hann svaraði að bragði "hvers konar uppástunga er þetta hjá þér, ertu að mælast til þess að hún xxxxx (vinkonan) fari úr fötunum." ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.9.2008 kl. 16:11

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég tek undir það að meira hefði mátt gera úr þessum degi.
En Sigrún mín þið eigið þakkir skilið fyrir ykkar framtak.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2008 kl. 16:26

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og ykkar framlag í umræðuna.

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 17:50

21 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 22.9.2008 kl. 18:12

22 identicon

Sæl Sigrún.

Já,ég er sammála þér að það er allt of lítið gert fyrir fólk með þennan sjúkdóm.Ég annaðist vinkonu mína meira og minna hennar síðustu tvö ár og veit um hvað þú ert að tala um.

Falleg hugsun hjá þér. Hafðu Guðs þökk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 01:11

23 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Takk fyrir þessa færslu. Það er ekkert grín að horfa upp á sína nánustu fá heilabilun.

Sigríður Þórarinsdóttir, 23.9.2008 kl. 12:31

24 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gott hjá þér, Sigrún. Og takk fyrir myndbandið. Ég hef líka unnið með heilabiluðum og það getur virkilega tekið á, í raun ein erfiðasta vinna sem maður getur hugsað sér. Fólk spyr mig alltaf hvort það hafi ekki verið erfitt að vinna á krabbameinsdeildinni, en það er öðruvísi erfitt, vinna með heilabiluðum ER virkilega erfið.... krefst mikillar þolinmæði.

Takk fyrir þessa áminningu

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband