Leita í fréttum mbl.is

Bravó, lágmarksframfærslukostnaður viðurkenndur!

Þetta eru bestu fréttir, sem ég hef fengið í langan tímaSmile!

Einhverstaðar í stjórnsýslunni er búið að reikna út lágmarksframfærslu = kr. 6.500.- pr. dag x 30= kr. 195.000.- pr. mánuð og af þessari upphæð er ekki borgaður skattur, lífeyrissjóður eða stéttarfélagsgjald svo dæmi séu tekin.  Loksin, loksins segi ég nú bara.  Nú þarf bara að yfirfæra þessa upphæð á alla öryrkja og aðra lífeyrsþega þessa lands, svo ég tali nú ekki um launatöflur stéttarfélaganna, því þetta þýðir að lágmarkslaun skuli ekki vera lægri en ca. kr. 250.000.- pr. mán.Smile, og koma svoWizard.

Innifalið í þessari grunnframfærslu er fæði, húsnæði, læknisþjónusta, (sjálfsagt lyf og tannlæknaþjónusta ef nauðsyn þykir), samfélagsþjónusta?? hiti, rafmagn og rennandi heitt og kalt vatn.

Nei, ég öfunda ekki hælisleitendur, hvorki af húsnæði, fæði  né vasapeningum og þaðan af síður þeirra ástæðum fyrir „hælisleit".  Ég er aftur á móti yfir mig ánægð með Félagsþjónustu Reykjanesbæjar  að fá þessa lágmarksframfærslu viðurkennda hjá yfir-félagsmálaþjónustu ríkisins.  Ég efast alls ekki  um að þessi upphæð rétt dugar fyrir þessari þjónustu, sem Félagsþjónusta Reykjanesbæjar veitir, þ.e.  m.a. herbergiskitra, mötuneytisfæði, sameiginleg afnot af salernis og eldhúsaðstöðu sem og sjónvarps og alnetsafnot, eða samtals kr. 183.000.- pr. Mán. Fyrir einstakling að frádregnum vasapeningum sem hælisleitendur mega ráðstafa sjálfir.

Ef þessir hælisleitendur verða svo „heppnir" að þeim verði veitt hæli, þá ætla ég rétt að vona þeirra vegna  að þeir þurfi ekki að lifa af þeim lágmarkslaunum, sem viðurkennd eru í hinum íslenska veruleika, s.s.  örorkubótum, atvinnuleysisstyrk eða ellilífeyri  en þessir hópar eru taldir þurfa helmingi lægri upphæð til lágmarksframfærslu en hælisleitendur og þurfa að auki að borga  skatta og aðrar skylduálagningar. 

Ég vil þess vegna þakka Félagsþjónustu Reykjanesbæjar að upplýsa alþjóð um hvað að þeirra mati er talin ásættanleg lágmarksframfærsla fyrir einstakling og fá þessa upphæð viðurkennda af þar til bærum stjórnvöldum og ég ætla rétt að vona að aðrir skjólstæðingar Félagsþjónustu Reykjanesbæjar falli undir sömu framfærslugreininguWink.

Þessi frétt vekur því hjá mér vonir um að einhverstaðar sé verið að gefa því gaum, hvað þarf til framfærslu einstaklings og að það sé brot á mannréttindum að laun/bætur dugi ekki fyrir lágmarksframfærsluWoundering.  Framfærsla einstaklings hlýtur að kosta það sama, hvort sem einstaklingurinn er "hælisleitandi" eða venjulegur íslenskur öryrkiSmile.

Þessi frétt sýnir mér líka, hvaða aðstæður er boðið upp á skv. lágmarks mannréttindastuðli  ísl. stjórnvalda Frown og hvaða verðmiða þessi sömu stjórnvöld setja á þessa þjónustuSmile.


mbl.is Hælisleitandi kostar 6500 á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heyr heyr  þingkona

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún, svo eru skattfrjálsir vasapeningar 12-13.000 á mánuði   Vinnulaun þurfa að vera um 300 þúsund á mánuði til þess að dekka þetta allt.

Svo eru sumir að heimta herbergisþjónustu að auki fyrir karlana því það ku vera subbulegt í kringum þá...

Kolbrún Hilmars, 17.9.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Baráttan er hafin!!!  - Sigrúnu á þing!!

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er borðliggjandi miðað við þessa upphæð!

Annað, Sigrún... ég sé að þú ert frá Súganda og ætlaði að prófa að rekja okkur saman en veit ekki fæðingardag þinn.

Langamma mín var fædd á Bæ í Súgandafirði 1850 en flutti í Valþjófsdal í Önundarfirði.  Hún hét Viktoría Þorkelsdóttir (Sigfússonar og Sigríðar Hafliðadóttur). Systkini Viktoríu hétu Kristín, Ingibjörg og Hagalín.

Kannastu nokkuð við þessi nöfn?

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

og hér er önnur þingkona Lára Hanna.  Já Haraldur það er verk að vinna að koma þessum  góðu konum á þing.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit

Lára Hanna, ég er árg. 1952 (8. des).  Fletti ér upp og sá að ég og mamma þín erum 5menningar.  En við erum í sama stjörnumerki.

Haraldur, Hallgerður og Hólmdís: Finn ekki stjórnmálaflokk, sem ég hefði áhuga á að fara fram fyrir.  En ég ætla að kjósa Hólmdísi, búin að lofa henni því.

Kolbrún, gaman að sjá þig hér og takk fyrir þitt innlegg.  Ég efast ekki um að þetta er rétt upphæð hjá þér.  

Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:18

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmdís, ég er sammála þér með Láru Hönnu, þar fer kona sem væri verðug atkvæðis okkar......Við með henni

Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:21

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú veist ég vil ekki fá svona karlarasista eins og Hólmdísi á þing. Það er skítt sama hvaða flokk þú velur. Svo geturðu bara stofnað nýja kvennalista.

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 21:22

9 identicon

Í guðanna bænum, ekki kvennalista! Þú værir flott einhversstaðar á vinstri kantinum, Sigrún mín. Og ég er sammála þér með Láru Hönnu!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:32

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur ég þakka traustið

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:36

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..ekkert að þakka!!!

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 21:43

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég las þessa frétt og ákvað med det samme að kaupa mér eitt stykki hælisleitanda

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 23:15

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrönn, lýst vel á það, ágætis búbót.  Áttu ekki smá afdrep í þínum vistarverum, sem þú getur boðið fram og fæðið þarf nú ekki að vera merkilegt, ef þú býður reglulega upp á rabbabarapai og sollis.

Hólmdís og Haraldur: hættið að rífast krakkar.

Ásdís, ég er vinstrisinnaður jafnaðarmaður, þeir eiga ekki heima í neinum flokki.

Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:30

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún mín við erum flokkslausar...........hvað eigum við að gera í því?

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 23:59

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...ég líka

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 00:03

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmdís mín, við "plottum" eitthvað stórt og segjum svo Haraldi hvað hann eigi að gera

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 00:07

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún við verðum að gera eitthvað

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 00:45

18 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ferfalt húrra fyrir Jóhönnu.

Magnús Paul Korntop, 18.9.2008 kl. 01:23

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Frábært hjá þér að vekja athygli á þessu!  Ég hef sagt það áður og segi enn Á ÞING MEÐ ÞIG KONA!!!!!!! 

Ía Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 08:09

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Algjörlega brilljant færsla.  Þarna er góður útgangspunktur við útreikning bóta.

Ég sé ekki eftir þessum peningum í flóttafólkið svo sannarlega ekki en það væri fínt að leggja þessa útreikninga til grundvallar.

Ég segi ekki á þing með þig, af því að mér er vel við þig.  Þar innan veggja er nefnilega eitraður vírus sem leggst á heilann og gerir fólki örðugt um vik að hugsa sjálfstætt og út fyrir kassann.

Njóttu dagsin.

En í hvaða lið erum við frænkur?  20.01.52.-3879

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 08:56

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábær færsla hjá þér Sigrún mín ég sé að það er ekki sama hvernig við tölum um hælisleitendur.
Knús knús
Milla,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2008 kl. 12:44

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mæl þú manna heilust. Maðurinn minn hefur verið öryrki undanfarin 8 ár vegna slyss og bæturnar sem hann fær eru svo skammarlegar að við höfum stundum velt því fyrir okkur að afþakka þær bara. En við höfum ekki efni á því að missa þessa hungurlús sem bæturnar eru. Virðingin er tekin frá fólki um leið og heilsan fer.

Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 15:02

23 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Heyrðu, héstu nokkuð Sigrún Halliwell þegar þú varst á Rafmagnsveitunni?

Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 16:33

24 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já Helga, var gift Englending.

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 16:34

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þá höfum við unnið saman því ég var á Rafmagnsveitunni á sumrin með skóla og man vel eftir þér. Ég sé að þú ert alveg jafnsæt og þú varst þá.

Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:01

26 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Helga mín, ég er ein af þeim sem get myndast vel.  Nú er ég forvitin.  Á hvaða deild varst þú hjá RR?  Ég hugsa og hugsa, en man ekki neitt, aldurinn örugglega.

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:26

27 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég var bara þarna inni í sal með Nönnu Cortes, Guðrúnu Jóhanns, Svanhildi og þér og fleirum.

Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:29

28 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún, ég er áhugasöm um ættfræði og þegar þú gafst upp fæðingardagsetninuna þína hér að ofan fór ég í Íslendingabók.  Þú ert 5 menningur við mömmu mína frá Örnólfi bónda í Eyrardal.

En ég er klofinn persónuleiki, 50% hreinræktaður vestfirðingur í móðurætt og 50% hreinræktaður austfirðingur í föðurætt (sem er afsökun sem ég á eftir að nýta mér síðar á blogginu).

En þar af leiðandi hef ég líka svo slæmar fréttir fyrir Jenný Önnu að ég þori ekki að segja henni það beint.  Hún er komin af Heydalaætt sálmaskáldsins sjálfs og deilir sameiginlegum langa-langa-afa með mér, Gísla ríka Halldórssyni 

Kolbrún Hilmars, 18.9.2008 kl. 18:32

29 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sæl Kolbrún frænka, ég er afkomandi Örnólfa, Þorleifa og Valdemara nokkra ættliði aftur í tímann og það í báðar ættir, þar sem vestfirsku ættirnar áttu það til að blandast.  Ég fletti Jenný Önnu upp og sá að við tengjumst saman (í 9. lið Jenný frænka) í Skálavíkurættlegginn sem ég kalla svo (móðurættin) og þar var mikið um franska blóðblöndun á skútuárunum svokölluðu, en kannski kemur suðræna útlitið hjá Jenný og hennar dætrum að austan?.

Ég hlakka til að sjá færsluna þína um blöndun vestfirsku og austfirsku genanna í þér og sjá hvaða eiginleika þú telur þig hafa erft frá hvorum landshluta.

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:14

30 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Og í framhaldi af þessu....úr því við erum búnar að gera kommentakerfið við "framfærslukostnaðar" færsluna mína að skemmtilegri ættfræði- og fortíðarupplýsinga síðu þá komumst við Lára Hanna að því að ég er 5menningur við mömmu hennar skv. Íslendingabók! sami ættleggur og hjá okkur Kolbrún, þannig að þið hljótið að vera svipað skyldar.  En við Lára Hanna komumst að öðrum og meiri skyldleika, sem ekki kom fram í Íslendingabók.  Móðurbróðir Láru Hönnu er nefnilega föðurbróðir minn........Íslendingabók veit ekki allt.

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:37

31 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir bloggvináttuna;  frænkum sæmandi

Minn litarháttur er jafnblendinn og uppruninn; augun brún og grænflekkótt; brúnt að austan, grænt að vestan.  Ljóst hár að vestan sem barn , síðan mjög dökkbrúnt að austan - grásprengt núna sem er málamiðlun...

Að öðru leyti er þessu með blönduna vestur-austur fljótsvarað:  Þrjóskan kemur að vestan, kjafthátturinn að austan! 

Kolbrún Hilmars, 18.9.2008 kl. 19:48

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Systkinadætur?  Ég hef aldrei þurft að skoða svona náinn skyldleika í Íslendingabók - kannski klikkar bókin á því...

Kolbrún Hilmars, 18.9.2008 kl. 20:12

33 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

er hér bara ættarmót?

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 20:14

34 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vil ekki útskýra þetta, þar sem við Lára Hanna munum sjálfsagt báðar nota þetta sem gestaþraut í okkar næstu fjölskylduboðum

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 20:16

35 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sæl Hólmdís frænka, ég og mamma þín erum 5menningar....hvað er þetta með mig og mæður allra hinna?

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 20:18

36 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já sæl Sigrún frænka. Eru bara ekki allir vestfirðingar skyldir í fimmta lið?     Var Kálfur kannske forfaðir þinn?

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 20:34

37 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 20:34

38 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hólmdís, aldrei heyrt talað um Kálf.  5. lið segir þú, getur vel verið, svona að meðaltali.................en sumar sveitir voru frekar einangraðar, svo skyldleikinn gat orðið meiri.

Velkomin Auður og takk fyrir skoðanaskiptin í dag og takk fyrir sömuleiðis

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 21:07

39 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alltaf er Íslendingabók skemmtileg;

Hólmdís, Lára Hanna og ég erum jafnskyldar, afkomendur 3ja sona Guðmundar Daðasonar bónda á Eyri v/Mjóafjörð; Níelsar= Hólmdís, Jóns =Lára Hanna, Guðmundar =ég. 

Það er ekki ofsögum sagt af skyldleika vestfirðinga...

Kolbrún Hilmars, 18.9.2008 kl. 21:19

40 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. Góð ábending, tek undir hól hér á síðunni í þinn garð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 22:25

41 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jæja þá hefur maður eignast nokkrar frænkur í viðbót Amma mín er fra Botni í Mjóafirði.  Góður vinnufélagi  er frá Súðavík.  Ég athugaði skyldleika við alla vinnufélaga og var hún skyldust mér...við erum fimmmenningar og hét okkar forfaðir Kálfur.   Fimmeningar telst hins vegar orðinn lítill skyldleiki en alltaf gaman að vita um hann.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 22:27

42 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kolbrún erum við þá allar fimmmenningar?

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 22:28

43 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigrún heldurðu að ég sé einhversstaðar inn í þessum Súgfirðinga pakka? - Mamma var jú fædd þar en ég held að nánast allir séu undan......þarna, þannig að svona 5. - 6. liður þarna sé normalt.

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 23:08

44 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hólmdís, hann hefur snemma orðið kynþroska þessi kálfur

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 23:09

45 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já.......Haraldur ætli við séum ekki fimmmenningar líka?

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 23:15

46 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er nú bara orðið fyndið

Takk Jóhanna

Haraldur ertu ´55?  Þá erum við 7menningar í okkar móðurættir og mamma þín með tengingu við Skálavíkurættlegginn!  En þú ert nú væntanlega með suðræna útlitið frá honum pabba þínum.

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:18

47 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hólmdís, við þrjár erum sjöundi leggur frá Guðmundi "afa" en sagt er að syndir feðranna komi niður á niðjum allt að 8. ættlið svo það eru enn eitt eða tvö gen sem við eigum sameiginleg  

Það er styttra á milli mín og Sigrúnar.

Kolbrún Hilmars, 18.9.2008 kl. 23:21

48 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta Kolbrún.....blessuð sé minning Guðmundar afa

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 23:34

49 Smámynd: Brynja skordal

Flott færsla en skemmti mér vel við að lesa kommentin Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 19.9.2008 kl. 01:39

50 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Heyr heyr...og hana nú!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 19.9.2008 kl. 02:15

51 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og athugasemdir, bæði við færslu og ættfræði.

Ólafur, konur eru óútreiknanlegar, eins og þú sjálfsagt veist.  Fletti þér upp í bókinni góðu en fékk ekkert svar.....en ég er sjálfsagt 5menningur við mömmu þína.  Takk fyrir komu og innlegg.

Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:37

52 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæl Sigrún,

takk fyrir frábæran pistil. Segi eins og Hrönn ég ætla að kaupa mér hælisleitanda. Mikið myndi ég gleðjast að fá þessa upphæð á mánuði því öryrkjabætur er gott lægri en þetta.

Sýnist ég vera skyld flestum hérna, á ættfólk frá Súganda. Afi og amma í móðurætt fædd í Vigur og Álftafirði.

Rut Sumarliðadóttir, 20.9.2008 kl. 11:18

53 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ólafur, ég og Sigurgeir afi þinn erum sögð tímenningar...en við vitum svo sem ekkert hvað er að marka kirkjubækur.

Sæl Rut og takk fyrir.  Ég og mamma þín erum víst 7menningar en Sumarliða nafnið er vel þekkt í Súgandafirði, sem og annars staðar fyrir vestan.

Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 11:41

54 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún,

Sumarliðanafnið á pabba er að norðan enda hann ættaður þaðan. Átti hins vegar afabróður sem hét Sumarliði Sigurðarson svo nafnið er í báðum ættum. Það er móðurættin sem er að vestan. Takk frænka

Rut Sumarliðadóttir, 20.9.2008 kl. 12:07

55 identicon

Sæl Sigrún

Þú verður að fyrirgefa mér að veita þessu ekki athyggli strax,því þetta er stórfrétt sem þú ert með þarna.

Viðurkenning á framfærslunni fyri HÆLISLEITENDUR sem er útfærð af félagsmála kerfinu SUÐURFRÁ og fær síðan samþykki hjá Félagsmálaþjónustu Ríkisins.

Nú eigum við að koma hér að og HEIMTA í nafni SANGIRNARINNAR sem Ingibjörg Sólrún var að boða á þingi Samfylkingarinnar í morgun í Hafnarfirði (Laugardagur 20 sept 2008). (Úfvarpið sagði frá þessu í hádegisfréttum núna áðan)

Nú er lag.

 Það er búið að viðurkenna þetta fyrir lítinn hóp ógæfufólks sem kemur með sín vandamál inn í okkar þjóðfélag og okkur ber skylda að hjálpa( það vil ég ) en ég vil að þessi framfærsla verði viðurkennd fyrir okkur sem allflest höfum unnið hörðum höndum á meðan starfsþrek var til....til þess að efla þessa sameignasjóði okkar gegn áföllum síðar í lífinu.

Nú skulum við fylgja þessu eftir. Frábær grein hjá þér. Mögnuð!

Haltu augm þínum vel opnum hér eftir sem áður.

Kærar BARÁTTUKVEÐJUR.

Þórarinn þ.Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 13:43

56 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þakka þér fyrir þitt innlegg Þórarinn.  Ég er sammála þér, þessu þarf svo sannarlega að fylgja eftir og við alla þá sem gefa sig út fyrir að vera i vinnu fyrir okkur almúgan, nýtum hvert tækifæri,,sem gefst.

p.s. Við pabbi þinn erum/vorum 6menningar

Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 14:00

57 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð.  Heyr heyr

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 14:02

58 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Frábær pistill hjá þér, Sigrún, mikið af góðum punktum í honum. En ég segi eins og Hólmdís, ekki vil ég missa þig inn í alþingishúsið.

Annars er ég alveg rugluð eftir að lesa í gegnum allar þessar ættfræðitölur...... er líklega ekki alveg komin með þroska í þau mál

Lilja G. Bolladóttir, 20.9.2008 kl. 17:16

59 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Er hér verið að ræða Kálf Guttormson sem er er ein af persónum í sturlungu?

Magnús Paul Korntop, 23.9.2008 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband