21.8.2008 | 13:32
Reykjavík, sandkassi pólitíkusa!
Jæja, þá er kominn borgarstjóri nr. 4 í frk. Reykjavíkurborg. Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk keflið afhent í "virðulegri" athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.
Það er langt síðan ég hef fylgst svona náið með framgangi á pólitískum vettvangi eins og ég gerði í morgun. Hlustaði á "útvarp Ráðhús" og setti mig í JC dómnefndargírinn.
Öðruvísi taldi ég mér ekki fært að hlusta, því pólitískar ræður hafa ekki lengur neitt vægi í mínum huga, allt sama ruglið.
Ræðustíll var ágætur hjá flestum ræðumanna:
Ólafur F., of bitur. Tel að hann sé búinn í pólitík.
Dagur, góð framsögn, innihald að mestu sagan hingað til, sem menn eru beðnir um að muna og það mun ég gera.
Svandís, sköruleg að vanda, besti ræðumaðurinn að mínu mati. Svandís og Dagur hljóta þó bæði að hugsa til baka til þess tíma, sem þau dásömuðu fulltrúa Framsóknarflokks í borgarstjórn og nýttu sér meinta valdagræðgi þess flokks
.
Óskar, betri ræðumaður en ég átti von á en innihaldið lýsti frekar örvæntingarfullum tilraunum framsóknarmanna til að komast aftur til áhrifa. Sé nú í anda að hann verði tekinn í dýrlingatölu valdsjúkra framsóknarmanna. (opinbert innanbúðarleyndarmál: Siv bíður á hliðarlínunni).
Hanna Birna, góður ræðumaður. Innihaldið kom mér skemmtilega á óvart, mjög "landsföðurleg" og rétti fram sáttarhönd til hægri og vinstri
. Ég óska Hönnu Birnu til hamingju með embættið og vona að hún muni starfa í þeim anda, sem ræða hennar boðaði
.
Það skal að lokum tekið fram að ég er löngu hætt að taka mark á fagurgala stjórnmálamanna og skil því ekki hvernig ég gat eytt dýrmætum frítíma í þetta en mér til afsökunar get ég upplýst að mér féll ekki verk úr hendi á meðan ræður voru fluttar....ég þreif eldhúsið hátt og lágt og m.a.s. ruslaskápurinn var tekinn ærlega í gegn!
![]() |
Hanna Birna kjörin borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
-
sudureyri
-
schmidt
-
vestfirdingurinn
-
asthildurcesil
-
holmdish
-
hallibjarna
-
jenfo
-
hross
-
hronnsig
-
rognvaldurthor
-
iaprag
-
larahanna
-
svanurg
-
hildurhelgas
-
milla
-
ragnhildur
-
jyderupdrottningin
-
birgitta
-
jogamagg
-
beggita
-
ammadagny
-
steindora
-
jonaa
-
gudrunjona
-
faereyja
-
roslin
-
liljabolla
-
lehamzdr
-
gurrihar
-
helgamagg
-
gledibankinn
-
formosus
-
gerdurpalma112
-
silfri
-
raksig
-
rutlaskutla
-
annaragna
-
sylviam
-
skessa
-
hehau
-
ringarinn
-
kreppan
-
don
-
heidistrand
-
korntop
-
katrinsnaeholm
-
danjensen
-
joninaros
-
tara
-
kruttina
-
manisvans
-
valgeirskagfjord
-
rannveigh
-
emm
-
olinathorv
-
christinemarie
-
bubot
-
ksh
-
jonthorolafsson
-
skordalsbrynja
-
kaffi
-
icekeiko
-
lillagud
-
wonderwoman
-
jonerr
-
stinajohanns
-
saedishaf
-
himmalingur
-
bjarnihardar
-
katan
-
gloppa
-
helgigunnars
-
strunfridur
-
annakr
-
credo
-
fannygudbjorg
-
lucas
-
sveitaorar
-
jakobk
-
disdis
-
sirri
-
finni
-
brahim
-
heidathord
-
sigrunzanz
-
draumur
-
naflaskodun
-
stjornlagathing
-
valdimarjohannesson
Athugasemdir
Mér finnst þetta virkilega málefnaleg og skemmtileg rýni á morgunverkin hjá fulltrúuma borgarstjórnar. Svona á að taka á málunum eins og þú gerir, vona að sem flestir lesi þetta hjá þér. Takk fyrir mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 13:50
Flott greining hjá þér.
Ég er farin að hallast á þá skoðun að orð séu ekki til alls fyrst.
Framkvæmdin er það.
Og hana skortir, út um allt.
Njóttu dagsins mín kæra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 14:35
Já nú er að bíða eftir framkvæmdum og loforð séu haldin
Ía Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:17
...svo eitthvað við hæfi að þrífa ruslaskápinn á meðan
Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 09:14
Takk stelpur
, ég lagði ofuráherslu á ruslaskápinn
.
Sigrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 10:24
Greiningardeildin þín er mjög greinileg og auðvitað hafa hreppnefndarmenn í Reykjavíkurhreppi haft þau áhrif á þig að þú þreifst ruslaskápinn.
Haraldur Bjarnason, 22.8.2008 kl. 11:18
Heyrðu mín kæra, mig vantar svona þrifnaðargen á milli handboltaleikja......gætir kannski sent mér nokkur ?
knús til þín héðan úr firðinum fallega
(heitt, blankalogn, smá þoka og rigning)
Halldóra Hannesdóttir, 23.8.2008 kl. 20:28
Skemmtilegur pistill hjá tér elsku Sigrún....JC fílingurinn í hávegurm hafdur.Var sjálf í JC í gamladaga.JC Sudurnes..Já og ruslaskápinn var gódur punktur
Knús á tig mín kæra hédan frá Jyderup
Áfram Ísland
Gudrún Hauksdótttir, 24.8.2008 kl. 07:24
Siv á hliðarlínunni.....tell me more
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 10:53
Sendu mér e-mail Hólmdís og ég skal útskýra mína kenningu. sigrunjonsdottir@internet.is
Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:58
Já góð úttekt hjá þér. Ég er samt ekki viss um Ólaf, hann kom vel út úr viðtali í DV, og virðist tilbúin til að halda áfram með sín mál. Enda er hann málafylgjumaður, þó honum hafi orðið á í embætti borgarstjóra, með ráðningar og rekstur. Þá virðist hann hafa verið að taka á efnahagsmálum, meðan sjallar voru að leika sér og baða í sviðsljósinu. En við skulum sjá til með hann. Það er allavega á brattan að sækja þar. En enginn ætti að afskrifa menn eins og Ólaf F. Og hvar eru nú öll lætin sem voru í kring um hann í fjölmiðlum, Óskar alveg látinn í friði ? Ég votta Reykvíkingum mína innilegustu samúð með þetta ráðslag allra þeirra sem þarna eru í forsvari. Þvílík óvirðing við kjósendur sína, sem þarna kemur fram. Og Hanna Birna er ein af gerendum í því sjónarspili öllu, því skulu menn heldur ekki gleyma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:27
Ég þakka innlit mín kæru
.
Ásthildur, ég mun engu gleyma af því sem gengið hefur á og ef kosið væri í dag myndi ég skila auðu
.
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.