Leita í fréttum mbl.is

Takk fyrir hr. Bell!

Hef ekki verið í bloggstuði undanfarið og lítið um það að segja.

Ég hef verið að reyna að ná símsambandi  síðustu daga við Abba bróðir, sem býr í Brisbane í Ástralíu.  Þurfti að flytja honum persónulega,  sorgartíðindi  úr okkar ranni, sem ekki  verða tíunduð hér.

Eins og allir vita er símasamband við umheiminn  gott (nema GSM samband við ferðalanga á vestfirskum fjallvegum!) svo gott að maður gleymir því fljótlega að viðmælandi  stendur á haus á neðri hluta hnattarinsWhistling.

En það gekk erfiðlega fyrir okkur systkinin að ná saman, ekki vegna sambandsleysis  eða tímamismunar, sem bæði erum meðvituð um heldur vegna vinnutíma hvers annars.  Við vinnum semsagt bæði vaktavinnu.  Síðustu daga höfum við því verið að koma heim til okkar sitt hvoru megin á hnettinum, hann hlustandi á mig með skilaboð á símsvaranum og ég  með númerið hans á númerabirtinum.  E-mail hafa ekki verið inni í myndinni, vegna „tæknilegra“ örðugleika hjá undirritaðri af völdum  vankunnáttu á tölvutækniBlush.  Jón Eric, ert‘ekki á leiðinni?

Við náðum loksins saman systkinin, núna rétt áðan, þar sem ég er í vaktafríi.  Það var yndislegt að heyra í bróðir mínum og mágkonu hinu megin á hnettinum og finna „nálægðina“ þótt um langan veg sé að faraHeart.

Einhverstaðar segir að „trúin flytji fjöll“  og bókstaflega er það út í hött en það má með sanni segja að síminn færi okkur fjarstadda  ættingja heim í stofuSmile.

Þegar ég hef unnið mig út úr „tæknilegum“ vandamálum ætla ég að Skype væðastCool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér líst vel á það! Skype er ferlega sniðugt system. Tala nú ekki um ef þú vinnur þig verulega vel út úr þínum tæknilegu vandamálum og færð þér myndavél með

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 16:52

2 identicon

Já Sigrún mín það er sko gott að hafa Skype, ég nota þetta mikið, sérstaklega til útlanda við vini mína.

Annars allt gott að frétta héðan frá Akureyri þar sem ég verð eina nótt í viðbót, veðrið svo gott að ég nenni ekki að fara heim.  Fór á svo skemmtilegt safn í dag sem heitir Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem nú er ný látinn.  Þetta safn er inni í Eyjafirðinum alveg meiriháttar skemmitlegt að skoða.  Endilega skoða þetta safn.

Kveðja frá Akureyri 

Anna Bjarna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já við eigum Bell margt að þakka

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fann hann líka upp símreikningana??

Haraldur Bjarnason, 24.7.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og kveðjur.

Haraldur, nei það var örugglega Mr. Bill.

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 00:03

6 identicon

I look forward to you getting Skype, then you can phone me often.....

Helga Kársdottir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 01:58

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín það segja mér þeir sem hafa skype að það sé alveg nauðsynlegt er maður á ættingja erlendis, ég notast við facebook og mailið en það er ekki eins náið, en ég á nú bara frænkur og frænda úti í heimi jú og einn bróðir í Japan, læt hann nú bara um að hringja í mig.
Gangi þér og þínum allt í haginn.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 09:15

8 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

"Sumarið er tíminn....." segir í einhverjum textanum....... allavegna er ég með þessa bloggleti á háu stigi og þrifnaðargenin mín fuku útí veður og vind þarna um daginn og ég er ekki að finna þau aftur  Er það ekki bara málið að reyna að njóta sín sem best þessa fáu sumardaga sem eftir eru? Hérna er yndislegt veður í dag, verð að segja þér frá því að í gærkveldi var svona ekta "súfirskt veður" eins og situr í minningunni, fjörðurinn var sléttur og hitinn hátt í 20 stig, börnin útá róló að leika sér fram að miðnætti og enginn að stressa sig hehe.... Bestu kveðjur til þín mín kæra

Halldóra Hannesdóttir, 25.7.2008 kl. 10:53

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit stelpur mínar.

Helga, ætli Skypið verði ekki það næsta, sem ég kemst Ástralíu ef ég fæ mér myndavél með.  Heyri kannski í þér um helgina.

Knús á þig Milla mín.

Halldóra, ég vildi að ég væri ennþá "heima".  Bestu kveðjur til baka.

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 11:45

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hallgerður mín, ég er með fóbíu fyrir öllum reikningum, þannig að ég á ekki von á að tæknivæðast meira en orðið er í náinni framtíð.  En þessi Skype tækni er einmitt algjör snilld, þegar börnin eru búsett erlendis til lengri tíma

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:29

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskuleg mín.  Sorg og erfiðleikar spyr ekki um tíma.  Gott að þið náðuð sambandi.  Annars er hægt að setja síma inn í tölvuna, þannig að þið talið saman í gegnum heimatölvuna þína eins og það væri innanlandssímtal.  Dóttir mín er með svoleiðis út í Vín.  Við getum því spjallað mikið saman, án þess að eyða dýrmætum krónum í símagjöld.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:00

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég mun skypvæðast innan tíðar.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 11:32

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit Ásthildur og Jenný

Ég er komin með Skype, þarf bara að kaupa mér einhvern mike og tengja..............og svo byrja ég bara að tala.

Helga, þú mátt sækja um Skypevináttu við mig, því ég veit ekki hvaða netfang ég á að nota til þín!!

Ásthildur, takk, þú sérð meira en skrifað er, ég mun fjalla um þá sorg, sem fjölskylda mín er að ganga í gegn um í næstu viku

Sigrún Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 18:25

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sigrún mín ég er leid yfir teirri sorg sem tid erud ad ganga í gegnum tó svo ég viti ekki um hvad málid snúist mín kæra.

Er med skype og annad sem er mikklu betra tad er  VOIPWISE tetta getur tú notad til ad hringja í alla heimasíma um allann heim.Ekki bara talva í tölvu .Tetta getur tú sótt á netinu

WWW.voipwise.com og kaupir tér inneign fyrir 10 evrur med vísakorti og talar svo gratis í langann tíma.vid hele verden.

Stórt knús á tig mín kæra og fadmlag

Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 06:06

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl systir.

Það má lesa á milli lína að þú og þín fjölskylda hafið orðið fyrir missi. Ég sendi þér og þínum mínar samúðarkveðjur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 18:03

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og kveðjur, Svanur og Gurra.  Jú, hér hefur ríkt sorg.  Eiginmaður bróðurdóttur minnar lést úr krabbameini, aðeins 39 ára gamall og eftir sitja auk eiginkonu, 3 börn á aldrinum 7 ára til 17.  Hann var jarðsettur í dag.

Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2008 kl. 23:20

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Votta þér og þínum samúð mína Sigrún

Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 23:53

18 identicon

Halló Sigrún leitt að heira ég votta ykkur samúð mína það veit enginn hvet er næstur Guð verði með ykkur kveðja frá öllum á skaganum Jóna

Jóna Adolfsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 23:34

19 Smámynd: Brynja skordal

Sendi ykkur samúðarkveðjur Sigrún mín hafðu það gott um helgina Elskuleg

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 10:07

20 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur Sigrún mín,eigðu góða helgarrest.

Magnús Paul Korntop, 2.8.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband