1.6.2008 | 13:44
Á međan ég man!
Ég heyrđi í Eyrúnu fermingarsystir á fermingarafmćlisdaginn okkar. Ţađ var gaman. Okkur kom saman um ađ ţađ vćri vel ţess virđi ađ rifja upp ţennan tíma, ţví skemmtilegur var hann og breytingar hafa orđiđ miklar síđan ţá.
Ţađ var fríđur hópur nýfermdra ungmenna, sem stillti sér upp fyrir myndatöku ţann 29. maí áriđ 1966. Myndasmiđurinn var sóknarpresturinn okkar, Sr. Jóhannes Pálmason.
Mikiđ svakalega er tíminn fljótur ađ líđa, ég man ţennan dag eins og ţetta hafi bara gerst í gćr! Ekki alveg í smáatriđum en svona nokkurn vegin, enda er ţađ fullsannađ ađ gamlar minningar tolla lengst!
Ađ morgni ţessa dags, mćttu ţćr heim til mín vinkonurnar og frćnkur mínar, ţćr Gunna Stína og Sigga Óskars og túberuđu á mér hárlubbann og fundu hvíta gerviblóminu stađ. Ég eins og alsiđa var á ţessum tíma (og er kannski enn), hafđi safnađ hári í heilt ár fyrir fermingargreiđslu!
Síđan var fariđ ađ klćđa sig í fermingarskrúđann, allt nýtt yst sem innst. Klćddist mínum fyrsta brjóstahaldara, ţótt lítiđ fćri fyrir brjóstunum, en kjóllinn, sem mamma hafđi saumađ á mig, var náttúrulega fullorđins međ ţar til gerđum brjóstasaumum og svo var jú veriđ ađ taka okkur í fullorđins manna tölu!
Kjóllinn var úr hvítu satínefni og klćddur grćn/blárri blúndu međ síđum blúnduermum og náđi niđur á hné (stytti hann skömmu síđar um 15 cm, ţegar mamma sá ekki til). Skórnir voru ađ sjálfsögđu hvítir međ lágum hćlum. Fermingarkápan mín var brúnyrjótt, sem var frekar svona óvenjulegt fyrir fermingarkápurnar ţetta áriđ, ţví ég man ađ hinar stelpurnar voru klćddar kápum í öllum regnbogans litum, en laxableiki og sjógrćni liturinn var ćđi áberandi og eftirminnilegur ađ sama skapi.
Eins og fram kom í síđustu fćrslu, hófst ferđalagiđ ađ kirkjunni okkar í félagsheimilinu, ţar sem viđ klćddumst kirtlunum og viđ stelpurnar settum hvítar slćđur um hálsinn og settum upp hvítu fermingarhanskanna. Ţađ eina sem vantađi upp á var blćja, svo ekki sćist í neitt bert hold.
Ég man lítiđ eftir bođskap dagsins í predikun Sr Jóhannesar, enda eflaust haft hugann viđ vćntanlegar fermingargjafir, en ég man eftir einhverju flissi í strákunum, ţegar messuvíninu var útdeilt í altarisgöngunni.
Veislan á eftir var flott, fjölskyldan og góđir vinir mömmu og pabba voru í ađalveislunni, en eins og mömmu var von og vísa, ţá mátti aldrei skilja neinn útundan, ţannig ađ daginn eftir kom allt verbúđafólkiđ, sem ađallega voru Fćreyingar.
Gjafirnar voru stađlađar á ţeim tíma: Gullúr frá mömmu og pabba, hamrađ silfurarmband frá Örnólfi frćnda og fjölskyldu, silfurhálsmen međ íslenskum steini frá Pöllu frćnku og fjölskyldu, undirkjólar, baby doll náttföt og sokkabuxur frá hinum ýmsu ćttingjum og vinum. Agfa myndavél frá Begga Ara og fjölskyldu og Biblíu frá Veigu frćnku. Einhverja peninga fékk ég en man ekki hvađ ég gerđi merkilegt viđ ţá. Sjálfsagt hafa ţeir dugađ eitthvađ fram á sumariđ og nýst vel í skólaferđalaginu, sem fariđ var í ţremur vikum seinna til Akureyrar.
Ađ kvöldi annars dags í Hvítasunnu fórum viđ svo á fyrsta fullorđinsdansleikinn okkar, ţví ađ á ţessum árum voru almennir dansleikir úti á landsbyggđinni, bannađir innan fermingar!
Sjómannadagurinn hefur svo vćntanlega veriđ viku seinna og viđ fermingarsystur höfum örugglega veriđ langflottastar viđ hátíđahöldin heima á Suđureyri ţann daginn og margar okkar nýklipptar a.la. Ella Giss!
Ég óska sjómönnum og fjölskyldum ţeirra til hamingju međ daginn í dag!
Eldri fćrslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ţú gćtir veriđ ađ lýsa klćđnađinum á mér, nema kápan var s.k. blá krullukápa. Hrođalegur klćđnađur.
Ég er 1952 en ţú?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 15:19
Guđ ţetta rifjar nú upp, mín kápa var rauđ, skórnir alveg eins og ţú lýsir ţínum kjóllinn minn var alveg hvítur úr svona blúnduefni.
Mér finnst bara ennţá dag í dag ađ ég hafi veriđ fín.
Hvar fermdist ţú Sigrún Mín?. Ég fermdist 1956 frá Dómkirkjunni.
Kveđja Milla.
Guđrún Emilía Guđnadóttir, 1.6.2008 kl. 19:05
Ég fermdist sko á Hvítasunnudaginn 27. maí 2007!
Mikiđ hefur breyst síđan ţiđ stöllurnar fermdust, margar vilja klćđast svörtu viđ fermingu eđa einhverju mjög litskrúđugu.
Sjálf vildi ég vera í helst í hvítri kanntinum og fallegum kjól međ smá blúndum.
Sá sem ég keypti var rjómagulur mjög ljós, međ blúndum og slaufu til skrauts. Ég bar blómahálsfesti ţó glingur sko og eyrnalokka í stíl, háriđ var mjög fallegt enda lengi búin ađ safna. Ţađ hefur heldur styst síđan ţá!!
Svo var ég í hvítum fallegum stól viđ, en hanskana gleymdum viđ ađ kaupa.
Svo fórum viđ mamma, amma og afi í nunnuklaustriđ í Hafnarfirđi og keyptum ţar kerti, gestabók og messubók held ég og létum sérmerkja..... ótrúlega fallegt allt sem kemur frá nunnunum
Svona hefur tíminn jú breyst!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.6.2008 kl. 19:48
Innlitskvitt og kveđja til ţín.
Ásdís Sigurđardóttir, 1.6.2008 kl. 21:35
Jenný, ´52 árgangur eins og ţú og ég er sammála međ klćđnađinn, viđ vorum gerđar ađ "kerlingum" ţennan dag.
Milla mín, ég fermdist ´66, ţ.e. 10 árum seinna en ţú, en mömmurnar voru fastar í einhverri tísku, sem passađi ekki vel á tímum okkar Jennýar, Tviggý dćmiđ t.d. Ég fermdist í Suđureyrarkirkju.
Róslín mín, ég er samt alveg viss um ađ eftir 40 ár eđa svo mun fatnađurinn, sem ţú klćddist verđa orđin ćđi gamaldags, en ég er viss um ađ ţú hefur veriđ langflottust.
Ásdís mín, ég hugsa stöđugt til ykkar og sendi ykkur hlýja strauma.
Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:55
Bara ađ kíkja viđ hjá ţér, Sigrún mín og kasta kveđju.
Biđ ađ ţú eigir góđa nótt og ađ komandi vika verđi ţér góđ!
Kćr kveđja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráđ) 1.6.2008 kl. 23:40
Segi eins og Jenný gćti hafa átt viđ mig, hvítur kjóll međ bláum slaufuborđum en kápan var blá ef ég man rétt. Ég var međ litla prinsessuspöng í hárinu sem föđursystir hafđi keypt í henni Ameriku, almáttugur minn! Hrillingur!
Kveđja inn í góđa viku Sigrún mín
Ía Jóhannsdóttir, 2.6.2008 kl. 07:02
Vei ekki hvort ég hafi verid svo ánćgd á fermningardaginn minn.Man ad ég vildi ekki láta greida mitt sída hár vildi hafa tad slegid og svona smá mótmćli.
Var reyndar í mjög fallegum kjól sem vid pabbi höfdum keypt í Hamborg í Týskalandi ,kjóllinn var orange litadur med blúndum á ermum og med gilltum hnöppum og svartir skór med breidum háum hćl.Hahahah ekki kannski alveg tad sem manni finnst fallegt í dag
Er ekki ad blogga mikid núna vegna anna.
Eigdu gódann dag elsku Sigrún.
Gudrún Hauksdótttir, 2.6.2008 kl. 09:06
ţađ vćri synd ađ segja ađ minniđ sviki ţig . Ert alveg međ smáatriđin á hreinu.
Sjálf hef ég sennilega veriđ í einhverri uppreisn ţegar ég fermdist 1982, og kannski líka örlítiđ skrítin. Klippti mig knallstutt rétt fyrir fermingu og dauđkveiđ fyrir ţessu tilstandi öllu saman. hafđi sennilega eitthvađ ađ gera međ ţađ ađ ég fermdist ekki međ neinni af mínum vinkonum eđa skólasystrum. Ţekkti ekkert af fermingarsystkinunum.
Svetlana, 2.6.2008 kl. 18:44
Sigrún, mailiđ hjá Eygló systur er eygloi@hotmail.com. Svo er hún líka međ síđu á Facebook einmitt til ađ komast í samband viđ "gamla" vini.
kv.
Lilja Einarsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:17
Takk fyrir ţetta Lilja mín. Búin ađ maila á hana.
Svetlana, velkomin í bloggvinahóp. Mín kynslóđ var "vođalega stillt" á ţessum árum, en uppreisnin kom .....ađeins seinna 69 kynslóđin.
Gurra mín, ţađ er nú einhver munur á "útlensku" fíneríi eđa hjemme-saumađ, svo varst ţú fyrir "sunnan" og ađeins yngri.
Ía mín, viđ vorum samt flottastar.....ţá
Ásdís mín bestu kveđjur út í Eyjar
Sigrún Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:39
Börnin sem fermdust í Suđureyrarkirkju 14.maí 1978 voru öll í flauelisjakkafötum (jakki og buxur) og kúrekastígvélum !! haha og mín var međ gula rós í hárinu. Bestu kveđjur til ţín Sigrún mín ég fer ađ setja inn blogg frá sjómannadeginum er í einhverju bloggletiskasti ţessa dagana
Halldóra Hannesdóttir, 3.6.2008 kl. 00:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.