Leita í fréttum mbl.is

Á meðan ég man!

Ég heyrði í Eyrúnu fermingarsystir á fermingarafmælisdaginn okkar.  Það var gaman.  Okkur kom saman um að það væri vel þess virði að rifja upp þennan tíma, því skemmtilegur var hann og breytingar hafa orðið miklar síðan þá.

Það var fríður hópur nýfermdra ungmenna, sem stillti sér upp fyrir myndatöku þann 29. maí árið 1966.  Myndasmiðurinn var sóknarpresturinn okkar, Sr. Jóhannes Pálmason.

Úti mynd

Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða, ég man þennan dag eins og þetta hafi bara gerst í gær!  Ekki alveg í smáatriðum en svona nokkurn vegin, enda er það fullsannað að “gamlar minningar” tolla lengst!

Að morgni þessa dags, mættu þær heim til mín vinkonurnar og frænkur mínar, þær Gunna Stína og Sigga Óskars og túberuðu á mér hárlubbann og fundu hvíta gerviblóminu staðSmile.  Ég eins og alsiða var á þessum tíma (og er kannski enn), hafði  safnað hári í heilt ár fyrir fermingargreiðslu! 

Síðan var farið að klæða sig í “fermingarskrúðann”, allt nýtt yst sem innst.  Klæddist mínum fyrsta brjóstahaldara, þótt lítið færi fyrir brjóstunum, en kjóllinn, sem mamma hafði saumað á mig, var náttúrulega “fullorðins” með þar til gerðum brjóstasaumum og svo var jú verið að taka okkur í “fullorðins manna tölu”!Wink

Kjóllinn var úr hvítu satínefni og klæddur græn/blárri blúndu með síðum blúnduermum og náði niður á hné (stytti hann skömmu síðar um 15 cm, þegar mamma sá ekki til)Tounge.  Skórnir voru að sjálfsögðu hvítir með lágum hælum.  Fermingarkápan mín var brúnyrjótt, sem var frekar svona óvenjulegt fyrir fermingarkápurnar þetta árið, því ég man að hinar stelpurnar voru klæddar kápum í öllum regnbogans litum, en laxableiki og sjógræni liturinn var æði áberandi og eftirminnilegur að sama skapiGrin.

Eins og fram kom í síðustu færslu, hófst ferðalagið að kirkjunni okkar í félagsheimilinu, þar sem við klæddumst kirtlunum og við stelpurnar settum hvítar slæður um hálsinn og settum upp hvítu “fermingarhanskanna”.  Það eina sem vantaði upp á var blæja, svo ekki sæist í neitt bert holdNinja.

Ég man lítið eftir “boðskap” dagsins í predikun Sr Jóhannesar, enda eflaust haft hugann við væntanlegar fermingargjafir, en ég man eftir einhverju flissi í strákunum, þegar “messuvíninu” var útdeilt í altarisgöngunniCool.

Veislan á eftir var flott, fjölskyldan og góðir vinir mömmu og pabba voru í aðalveislunni, en eins og mömmu var von og vísa, þá mátti aldrei skilja neinn útundan, þannig að daginn eftir kom allt verbúðafólkið, sem aðallega voru Færeyingar.

Gjafirnar voru staðlaðar á þeim tíma:  Gullúr frá mömmu og pabba, hamrað silfurarmband frá Örnólfi frænda og fjölskyldu, silfurhálsmen með íslenskum steini frá Pöllu frænku og fjölskyldu, undirkjólar, “baby doll” náttföt og sokkabuxur frá hinum ýmsu ættingjum og vinum.   Agfa myndavél frá Begga Ara og fjölskyldu og Biblíu frá Veigu frænku.  Einhverja peninga fékk ég en man ekki hvað ég gerði merkilegt við þá.  Sjálfsagt hafa þeir dugað eitthvað fram á sumarið og nýst vel í skólaferðalaginu, sem farið var í þremur vikum seinna til AkureyrarSmile.

Að kvöldi annars dags í Hvítasunnu fórum við svo á fyrsta fullorðinsdansleikinn okkar, því að á þessum árum voru almennir dansleikir úti á landsbyggðinni, bannaðir “innan fermingar”!Whistling

Sjómannadagurinn hefur svo væntanlega verið viku seinna og við fermingarsystur höfum örugglega verið langflottastar við hátíðahöldin heima á Suðureyri þann daginn og margar okkar nýklipptar a.la. Ella Giss!

 

Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn í dag!Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú gætir verið að lýsa klæðnaðinum á mér, nema kápan var s.k. blá krullukápa.  Hroðalegur klæðnaður.

Ég er 1952 en þú?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð þetta rifjar nú upp, mín kápa var rauð, skórnir alveg eins og þú lýsir þínum kjóllinn minn var alveg hvítur úr svona blúnduefni.
Mér finnst bara ennþá dag í dag að ég hafi verið fín.
Hvar fermdist þú Sigrún Mín?. Ég fermdist 1956 frá Dómkirkjunni.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 19:05

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég fermdist sko á Hvítasunnudaginn 27. maí 2007!

Mikið hefur breyst síðan þið stöllurnar fermdust, margar vilja klæðast svörtu við fermingu eða einhverju mjög litskrúðugu.

Sjálf vildi ég vera í helst í hvítri kanntinum og fallegum kjól með smá blúndum.
Sá sem ég keypti var rjómagulur mjög ljós, með blúndum og slaufu til skrauts. Ég bar blómahálsfesti þó glingur sko og eyrnalokka í stíl, hárið var mjög fallegt enda lengi búin að safna. Það hefur heldur styst síðan þá!!
Svo var ég í hvítum fallegum stól við, en hanskana gleymdum við að kaupa.

Svo fórum við mamma, amma og afi í nunnuklaustrið í Hafnarfirði og keyptum þar kerti, gestabók og messubók held ég og létum sérmerkja..... ótrúlega fallegt allt sem kemur frá nunnunum

Svona hefur tíminn jú breyst!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.6.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kveðja til þín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jenný, ´52 árgangur eins og þú og ég er sammála með klæðnaðinn, við vorum gerðar að "kerlingum" þennan dag.

Milla mín, ég fermdist ´66, þ.e. 10 árum seinna en þú, en mömmurnar voru fastar í einhverri tísku, sem passaði ekki vel á tímum okkar Jennýar, Tviggý dæmið t.d. Ég fermdist í Suðureyrarkirkju.

Róslín mín, ég er samt alveg viss um að eftir 40 ár eða svo mun fatnaðurinn, sem þú klæddist verða orðin æði gamaldags, en ég er viss um að þú hefur verið langflottust.

Ásdís mín, ég hugsa stöðugt til ykkar og sendi ykkur hlýja strauma.

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:55

6 identicon

Bara að kíkja við hjá þér, Sigrún mín og kasta kveðju.

Bið að þú eigir góða nótt og að komandi vika verði þér góð!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Segi eins og Jenný gæti hafa átt við mig, hvítur kjóll með bláum slaufuborðum en kápan var blá ef ég man rétt. Ég var með litla prinsessuspöng í hárinu sem föðursystir hafði keypt í henni Ameriku, almáttugur minn!  Hrillingur!

Kveðja inn í góða viku Sigrún mín

Ía Jóhannsdóttir, 2.6.2008 kl. 07:02

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vei ekki hvort ég hafi verid svo ánægd á fermningardaginn minn.Man ad ég vildi ekki láta greida mitt sída hár vildi hafa tad slegid og svona smá mótmæli.

Var reyndar í mjög fallegum kjól sem vid pabbi höfdum keypt í Hamborg í Týskalandi ,kjóllinn var orange litadur med blúndum á ermum og med gilltum hnöppum og svartir skór med breidum háum hæl.Hahahah ekki kannski alveg tad sem manni finnst fallegt í dag

Er ekki ad blogga mikid núna vegna anna.

Eigdu gódann dag elsku Sigrún.

Gudrún Hauksdótttir, 2.6.2008 kl. 09:06

9 Smámynd: Svetlana

það væri synd að segja að minnið sviki þig . Ert alveg með smáatriðin á hreinu.

Sjálf hef ég sennilega verið í einhverri uppreisn þegar ég fermdist 1982, og kannski líka örlítið skrítin. Klippti mig knallstutt rétt fyrir fermingu og dauðkveið fyrir þessu tilstandi öllu saman. hafði sennilega eitthvað að gera með það að ég fermdist ekki með neinni af mínum vinkonum eða skólasystrum. Þekkti ekkert af fermingarsystkinunum.

Svetlana, 2.6.2008 kl. 18:44

10 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Sigrún, mailið hjá Eygló systur er eygloi@hotmail.com. Svo er hún líka með síðu á Facebook einmitt til að komast í samband við "gamla" vini. 

kv. 

Lilja Einarsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:17

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Lilja mín.  Búin að maila á hana.

Svetlana, velkomin í bloggvinahóp.  Mín kynslóð var "voðalega stillt" á þessum árum, en uppreisnin kom .....aðeins seinna 69 kynslóðin.

Gurra mín, það er nú einhver munur á "útlensku" fíneríi eða hjemme-saumað, svo varst þú fyrir "sunnan" og aðeins yngri.

Ía mín, við vorum samt flottastar.....þá

Ásdís mín bestu kveðjur út í Eyjar

Sigrún Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:39

12 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Börnin sem fermdust í Suðureyrarkirkju 14.maí 1978 voru öll í flauelisjakkafötum (jakki og buxur) og kúrekastígvélum !! haha og mín var með gula rós í hárinu. Bestu kveðjur til þín Sigrún mín ég fer að setja inn blogg frá sjómannadeginum er í einhverju bloggletiskasti þessa dagana

Halldóra Hannesdóttir, 3.6.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband