Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eru bestir?

Söngur er sameiningartákn og hægt er að sameina hina ýmsu hópa í söng.  Hver hefur komið á ættarmót, þar sem ekki er sungið, nú eða árshátíðir eða aðrar slíkar veislur?Whistling

Tónlistarfólk af flestum þjóðernum, ferðast um heiminn og eignast aðdáendur í ólíkum menningarheimum.

Þann 1. maí ár hvert hljómar hinn Fransk ættaði International á þjóðmálum launamanna víðsvegar um heiminn.  Ég hef t.d. heyrt hann sunginn á 5 tungumálum samtímis og allir fundu til samkenndarJoyful.

Á alþjóðlegum skátamótum er söngurinn í öndvegi og þar kyrja skátar söngtexta á sínu eigin þjóðmáli við sameiginleg alþjóðleg  sönglögSmile.

Eurovision söngvakeppnin er eins og nafnið bendir til Keppni með stóru K.  Þar er keppt með tónlist frá hinum ýmsu menningarsvæðum Stór Evrópu, þar sem tónlistarsmekkur er ólíkur, en samt ættu að finnast þarna lög inn á milli sem gætu höfðað sterkt til allra þjóðanna.  Vinsældalisti dægurlaga í Róm eða Reykjavík er örugglega mjög svipaður hjá unga fólkinu í þessum tveim höfuðborgum.

Mér finnst því alltaf jafn áhugavert og jafnvel gaman að fylgjast með stigagjöf  Eurovision keppninnar, því hún logar af pólitík, menningarmismun og þjóðernisrembu og þar erum við Íslendingar ekki undanskilin og þessi þjóðarrembingur hefur aukist eftir því sem þjóðirnar hafa orðið fleiri í keppninni.  Fyrrum Sovétþjóðir, sem öðlast hafa sjálfstæði frá Rússum féllu kylliflatar fyrir framlagi fyrrum yfirvalda sinna, þótt lag Rússanna hafi verið stælt og stolið frá ”alþjóðlegum” stórpoppurum, allavega hljómaði byrjunin á lagi Rússa nákvæmlega eins og vinsælt dægurlag frá hinum Enska Cat Stevens frá 7. áratug síðustu aldar.  Vinsældir þessa lags hafði því ekkert að gera með sameiginlegan menningar smekk fyrrum austan tjaldsþjóða!

Ef rýnt er í stigagjöf þjóðanna eftir því hvort kosið var í Austur-Evrópu eða Vestur-Evrópu, kemur margt athyglisvert í ljós.

Rússneska framlagið lenti t.d. í 5. sæti í stigagjöf Vestur- og Suður-Evrópu búa en í 1. sæti hjá Austur-Evrópubúum.  Íslenska framlagið lenti í 7. sæti hjá Vestur- og Suður-Evrópu búum með 62 stig en sama framlag lenti í 23. sæti hjá Austur-Evrópu með 2 stig!

Ef 10 efstu lönd eru skoðuð miðað við stigagjöf frá bæði frá Austur-Evrópu og svo hinsvegar frá Vestur- og Suður-Evrópu er hægt að álykta að 5 vinsælustu lögin á báðum stigatöflum hefðu komið út í þessari röð en þessi lönd voru ofarlega á báðum ”vinsældalistum”:

1.  Grikkland

2.  Úkraína

3.  Armenía

4.  Rússland

5.  Noregur

Ég veit ekki hvort breytt skipulag hefði breytt  miklu um möguleika annarra þjóða til að komast áfram, en mér fyndist allt í lagi að prófa að hafa undanúrslita keppnirnar skiptar í Austur-Evrópu annars vegar og Vestur- Suður-Evrópu hins vegar og  að á úrslitakvöldinu myndu síðan 10 efstu þjóðir frá þeim keppnum ásamt hinum 4 ”stóru” keppa til úrslita.  Það má prófa!

Verð svo að bæta því við að í því Eurovision partýi sem ég fór í voru greidd 3 atkvæði:

1 atkvæði fór frá mér til Dana annað fór til Sænsku Bradzdúkkunnar frá 7 ára sonardóttur minni og það þriðja fór frá syni mínum til sjóræningjanna frá LitháenW00t og okkar menningararfleifð og gen eru öll þau sömuGrin!

Regína og Friðrik Ómar

 

En auðvitað voru Friðrik Ómar og Regína langbest, um það vorum við öll hjartanlega sammálaWizard.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hverjir voru bestir? Noregur fékk mitt atkvæði, en var hrifin af lagi frá Armaníu eða var það Úkranía, Qele, Qele.  Hef einhversstaðar lesið þetta um Cat Stevens og þann rússneska, á eftir að hlusta á þetta.

Sammála því sem allir tala um að þau Friðrik og Regína voru langbest, þau voru hreint frábær á sviðinu, ljómuðu af öryggi.

Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessari keppni, þetta er bara skemmtun út í eitt.

Góðar kveðjur af Skaga

Anna Bja (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 27.5.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æ, þetta er svo mikill klíkuskapur, við verðum að færa landið á milli allra þjóðanna og gá hvort að atkvæðigreiðslan breytist ekki svolítið.
Mér fannst okkar framlag langbest, enda geisluðu þau SJÁLF ekki sem eitthvað gervi par.
Þau voru þarna uppi á sviði útaf einlægni og hvað þau nutu þess að fá að standa þarna uppi og syngja fyrir Evrópu búa.

Persónulega finnst mér það hrikalega fyndið, að þegar ég var yngri hélt ég að öll Evrópa væri Norðurlöndin, enda þau einu sem eru eitthvað lík okkur, það ríkir svo mikið af stríðum og hatri í hinum Evrópulöndunum...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.5.2008 kl. 15:43

4 identicon

Var að spá í hvort að það væri lag eftir Vignir frænda Bergmann sem er að keppa á rás 2 um besta sjómannalagið?? Er um sjómann sem sendir sms

Getur farið inn á www.ruv.is/poppland og séð þessi lög sem eru að keppa.  ÉG er bara svo forvitin, hehehe

Þetta er annars gott lag.

kv. Anna paa Skagen 

Anna Bja (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Hér voru greidd 2 atkvæði.....til Danmerkur og svo til Finnlands  bestu kveðjur að heiman..

Halldóra Hannesdóttir, 27.5.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Var að koma heim ú afmælisveislu.  Þakka komment mínar kæru

Anna, auðvitað er þetta Vignir frændi minn Bergmann og ég þakka kærlega fyrir þennan link og nú er ég búin að kjósa.  Vignir frændi, ef þú ert að lesa:  Þetta var flott sjómannalag, .....en algjör Geirmundur.  En auðvitað kaus ég af frændsesmi.  Hlustaði ekki einu sinni á hin laugin.

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 01:14

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

lögin, á þetta að vera

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 01:15

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eigðu góðan dag Sigrún mín.

Ía Jóhannsdóttir, 28.5.2008 kl. 07:40

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hverjum datt í hug að skipta fyrrum Júgóslavíu upp í allar þessar einingar?

Hverjir voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands - Lettlands eða var það Litháen? 

Mér finnst svolítið fyndinn allur þessi pirringur út í austantjaldsþjóðir fyrir að kjósa hverja aðra á meðan sömu pirringum finnst sjálfsagt að skandinavar gefi okkur sín atkvæði.......... ;) Mér fannst íslenska lagið ekkert spes en þau fluttu það mjög vel!

En svona án gríns þá finnst mér ekki að það ætti að breyta fyrirkomulaginu í austan megin og vestan megin..... Þá er keppnin að missa svolítið upphafleg markmið sín!

Eigðu annars góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 08:33

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Atkvædi okkar á tessu heimili fór audvitad til íslands enda í útlöndum.Reynt var ad hafa áhrif á adra nágranna

Er líka búin ad kjósa lag í sjómannalags keppninni.

Annad lag en tid mín kæra,madur er svo frændrækinn.

Eigdu gódann dag elsku Sigrún

og kvedja úr sólinni.

Gudrún Hauksdótttir, 28.5.2008 kl. 08:59

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit stelpur.

Hrönn, ég er bara orðin alveg sammála þér, við eigum ekki að "sundra" Evrópu fyrir einhverja sönglagakepni, enda held ég að það myndi litlu breyta um endanleg úrslit.

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband