23.5.2008 | 12:51
1980 - tímamótaár!!
Árið 1980 var mjög merkilegt ár og ýmsir atburðir frá því ári verða skráðir á spjöld mannkynssögunnar.
Vigdís Finnbogadóttir var þann 29. júní það ár fyrsta konan, sem kjörinn var forseti í heiminum í lýðræðislegum kosningum. John Lennon, stórbítill, lést af völdum skotsára þann 8. desember þetta sama ár og svona mætti sennilega lengi telja.
En hjá mér féllu þessir atburðir í skuggann af einum hamingjusamasta atburði míns persónulega lífs.
Þann 23. maí árið 1980 kl. 16:40, fæddist eldri sonur minn. Hann var 3800 gr. að þyngd og 52 cm. að lengd. Yndislegur drengur og sólargeisli foreldra sinna.
Strax við fæðingu fékk hann nafnið Jón Eric. Hann fékk nafnið sitt frá móðurafa, Jóni Valdemarssyni og föðurafa, Tómasi Eric Halliwell. Þannig varð þetta litla kríli samnefnari þeirra tveggja fjölskyldna og þjóða, sem að honum stóðu.
Hann fæddist á fæðingadeild Landsspítalans (eins og Helga vinkona!), en lögheimilið var að Melabraut á Seltjarnarnesi og þar bjó litla fjölskyldan í 1 ár eftir fæðingu sonarins.
Þar tók hann fyrstu skrefin og talaði fyrstu orðin, átti sín fyrstu Jól og afmæli.
Næst lá leiðin upp á Kjalarnes, þar sem mamman gat leyft sér þann munað að vera heimavinnandi
húsmóðir og kærleikar voru miklir milli sonar og móður.
Þar sem enska var töluð á heimilinu fyrstu árin, varð hún hans fyrsta talmál og Nursery Rhymes fyrsta uppáhalds bókin .
Á Kjalarnesinu var stefnan sett á Júróvision, þótt Íslendingar væru ekki ennþá farnir að taka þátt í þeim leik. En honum voru allir vegir færir þar sem hann gat líka keppt fyrir England og æfingar hófust fyrir alvöru.
Þegar Jón Eric var alveg að verða 3ja ára fæddist litli bróðir hans Ómar Daníel. Það tók nú smá tíma að venjast því, en ástin og umhyggjan fyrir litla bróðir varð fljótlega auðsýnileg.
Í ágúst 1983 fluttist fjölskyldan til Akraness og dvaldi þar um árabil. Það var líf og fjör við Vesturgötuna á þessum árum og ásamt vinum sínum tóku þeir eiðinn óumflýjanlega: Þeir urðu SKAGAMENN!
En síðan eru liðin nokkur ár og í dag er Jón Eric orðin ráðsettur fjölskyldufaðir í Grafarvoginum, þar sem hann býr með Guðrúnu Freyju og á dæturnar Kristrúnu Amelíu og Ericu Ósk.
Elsku hjartans sonur minn, til hamingju með 28 ára afmælið og megi gæfan fylgja þér og þinni fjölskyldu um ókomna framtíð.
I love you baby
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 13:01
Til hamingju með soninn
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:23
Guð hvað þetta var falleg færsla Sigrún mín, hún leynir sér ekki móðurástin þín Kær kveðja til þín og þinna..
Halldóra Hannesdóttir, 23.5.2008 kl. 14:55
Til hamingju með daginn Jón Eric
Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:01
Til hamingju með strákinn Sigrún. Ég, eins og hann, ólst upp á Vesturgötunni á Akranesi.
Haraldur Bjarnason, 23.5.2008 kl. 18:14
Hvað það er gott að eiga slíkar minningar innilega til hamingju! Myndir ylja!
Ía Jóhannsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:18
Innilega til hamingju með frumburðinn þinn.
Þema veisla á morgun hjá mér, allt svart og bleikt,
Núna rignir eins og er hér á Skaga
Kveðja frá Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:48
takk mamma :)
Jón Eric (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:53
Falleg Er þessi færsla og myndirnar æðislegar til hamingju með Jón ykkar Ekki vissi ég að þú hefðir búið á skaganum...Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 00:14
Innilega til hamingju með drenginn þinn, Sigrún mín! Yndisleg þessi færsla hjá þér.
Ég man eftir strákunum þínum, var annar þeirra eða voru þeir báðir á Sjúkrahúsdagheimilinu?
Vona að þú eigir góða helgi, mín kæra.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 00:39
Til hamingju með Jón Eric og alla þína að sjálfsögðu.
Yndislegur drengur og yndisleg móðir.
Gott gengi til ykkar allra og kærar helgarkveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2008 kl. 09:05
Ég þakka góðar kveðjur mér og mínum til handa.
Ásdís, þeir voru báðir á Sjúkrahús dagheimilinu!
Brynja, ég bjó á Akranesi í 14 ár! (að Vesturgötu 145).
Haraldur, ég veit. Ég hjúkraði pabba þínum síðustu misserin og var í smá uppáhaldi hjá honum, vegna uppruna míns. Vesturgötu krakkarnir og nágrannar þeirra voru samheldinn hópur á mínum árum þarna.
Hallgerður, við höfum kannski verið samtíða í heimsóknum á Heilsuverndarstöðinni gömlu!
Eigið góða helgi öll og vonandi verðum við öll í svart/bleikri sigurvímu í kvöld.
Sigrún Jónsdóttir, 24.5.2008 kl. 10:03
Til hamingju með soninn Sigrún mín og Til hamingju með 28 ára afmælið Jón Eric....How great that you were ALSO born at fæðingadeild Landsspítalans....he he he
A pity that island did not win Eurovision on the weekend...I thought it was one of the BEST songs.......
Is Vesturgötu near Merkigerði a Akranes???
Love you mate.....
Helga Kársdottir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 04:50
Falleg færsla hjá tér Sigrún mín....Tad leynir sér ekki módur kærleikurinn elskan mín.
Til hamingju med drenginn.
Stórt knús.
Gudrún Hauksdótttir, 26.5.2008 kl. 06:03
Þetta var falleg færsla hjá þér og gaman að sjá myndirnar. Ég vissi ekki að maðurinn þinn væri enskur. Vil annars bæta við þetta að 1980 fór ég til Grænlands, þá tíu ára gömul og var það í fyrsta sinn sem ég var í burtu frá mömmu og pabba í meir en eina nótt. Sem sagt, stórmerkilegt ár fyrir mig líka.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.5.2008 kl. 08:07
Falleg færsla og til hamingju með strákinn.
Magnús Paul Korntop, 26.5.2008 kl. 09:02
Til hamingju með drenginn
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.5.2008 kl. 17:02
Innilega til hamingju með fallega strákinn þinn. Megi hamingjan fylgja fjölskyldunni.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:24
Innilega til hamingju með soninn Sigrún mínþ Skemmtilegar myndir, og strákurinn er flottastur. Knús á þig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:28
Bestu þakkir öll fyrir innlit og góðar kveðjur.
Kristín, eftirminnilegt ár hjá okkur báðum. Ég var gift Englendingi í 25 ár! En hann verður jú alltaf pabbi sona sinna.
Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.