23.4.2008 | 12:46
Verða mótmæli leyfð þann 1. maí?
1. Maí er eftir viku. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hin hefðbundna "skrúðganga" breytist nú loksins í alvöru KRÖFUGÖNGU, þar sem gengdarlausum hækkunum á nauðsynjum verður MÓTMÆLT, eins og óskrifuð lög gera ráð fyrir og er þá tími til kominn.
Er ekki kominn tími til að "landinn" sýni nú loksins hvað í honum býr og mótmæli þeim gengdarlausu hækkunum, sem dynja á okkur þessa dagana. Heyrði í konu í gær sem fer reglulega í litun og plokkun. Hækkunin frá síðasta mánuði var rosaleg og í raun alveg út í hróa. Núna kostuðu herlegheitin kr. 3.300 en kostuðu í síðasta mánuði kr. 2.200!!! Þetta er bara oggulítið dæmi um það hvernig sumir notfæra sér "hækkun í hafi" og hafa hingað til komist upp með það .
Ég held að reiði almennings birtist að einhverju leiti í samstöðu þeirra með bílstjórum og það væri gott ef þessi vakning verður til þess að launþegar sýni þá samstöðu sem þarf á baráttudegi verkalýðsins því oft var þörf en nú er nauðsyn.
Launþegar allra stétta, sameinumst og stöndum vörð um réttlætið. Af nægu er að taka. Vaxtahækkanir, matvöruverðshækkanir og allt sem getur hækkað hefur hækkað.........nema launin, þau standa í stað og lækka í verðgildi.
Atvinnubílstjórar, haldið áfram að halda okkur hinum við efnið.
Mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ég er nú bara orðlaus eftir að hafa fylgst með þessum fréttum, það eiginlega kraumar í mér reiði........ já svolítil MIKIL reiði!! Var einhver þörf á að beita þessari hörku??? tja....ekki skrýtið að maður spyrji sig að því
Halldóra Hannesdóttir, 23.4.2008 kl. 14:56
Góður pistill Sigrún.
Svo er að heyra á forsætisráðherra að hvers kyns mótmæli verði ekki liðin, af hvaða toga þau eru nefnd.
Hrædd um að stjórnvöld munu standa við þau orð, bæði í baráttu atvinnubílstjóra sem er farin að verða barátta þjóðarinnar sem og stéttarfélaga. Hjúkrunarfræðingar á LSH verða látnir frekar ganga út og hætta en að semja. Stjórnvöld hafa sent tóninn og hrokan vantar ekki.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 22:54
Góður pistill. Gleðilegt sumar.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 01:26
Þarfar áminningar. - Gleðilegt sumar
Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 09:21
Ég ætla að mæta með kröfuspjald fyrir utan ÁTVR og krefjast lækkunar á rauðvíni.......
Ertu með?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 09:34
Ég þakka innlit og komment!
Mig langar til að gera 1. maí að degi allra launþega og neytenda. Finnst þessi dagur vanmetinn sem baráttudagur.
Hrönn, ég verð þessi með sólgleraugun og derhúfuna! Sjáumst.
Gleðilegt Sumar kæru vinir.
Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 09:58
Löggan verður mætt með gassprautur, kylfur og annan búnað. Við erum að sigla inn í lögregluríki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 13:07
Gleðilegt sumar bloggvinkona - takk fyrir bloggsamskiptin í vetur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.4.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.