21.4.2008 | 23:56
Göltur v Súgandafjörð
Ég á mér uppáhaldsfjall. Fjallið heitir Göltur og er það vinstra megin þegar siglt er inn Súgandafjörð. Norðanmegin í þessu fjalli er lítil vík, sem heitir Keflavík og þar er Galtarviti. Veðurathuganir eru ekki lengur stundaðar í Galtarvitanum, þannig að það er svolítið langt síðan maður hefur heyrt: Galtarviti, norð, norð, vestan 8, hiti 2 stig. Það eru miklu hlýlegri veðurlýsingarnar frá veðurathugunarstöð Ásthildar í Kúluhúsinu á Ísafirði, og þær duga mér, en kannski ekki sjófarendum og þeir eru æði margir þarna um sumarmánuðina.
Ég hef einu sinni gengið út eftir Galtarfjallinu og alveg út á enda. Skátafélagið Glaðherjar á Suðureyri stóð fyrir þeirri ferð með Birki Friðbertsson í Birkihlið, sem fararstjóra. Við púkarnir í hópnum vorum nokkuð viss um að þetta hvíta, sem við sáum við sjóndeildarhringinn væri Grænland, þeir fullorðnu voru ekkert að draga úr því, sögðu að þetta væri í það minnsta hluti af Grænlandi, sem sagt Ísjaki, sem þeir vonuðu að snéri nú bara heim á leið aftur.
Eftir nokkrar e-mail sendingar á milli mín og bloggvinar míns og góðs félaga, Róberts Schmidt, hefur okkur tekist að prýða síðuna mína flottri mynd af Súgandafirðinum með Göltinn í forgrunni. Það er tilefni þessarar færslu.
Súgandafjörður með Göltinn í forgrunni
GÖLTUR
Göltur úr hafinu gnæfir hátt,
gnípuna ber við loftið blátt,
jafnvægi og tign er í fjallsins fasi,
hér fjarar aldrei í tímans glasi,
því hamrarnir standast tímans tönn,
sem tinna þeir brjóta af sér klaka og fönn.
(Guðmundur Ágústsson orti ljóðið og myndina tók Halldóra Hannesdóttir)
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Tignarlegt fjall og gott ljóð.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:58
Já hann er flottur og tignarlegur Gölturinn okkar, ég mátti til með að senda þér mynd af honum sem ég tók á sjómannadaginn í fyrra
Halldóra Hannesdóttir, 22.4.2008 kl. 11:29
Halldóra mín, takk fyrir þessa sendingu. Eins og þú sérð er ég búin að bæta þinni mynd í færsluna!
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 11:46
Hehe verði þér að góðu
Halldóra Hannesdóttir, 22.4.2008 kl. 13:16
Flottar myndir!
Man einmitt eftir þessari veðurathugunarstöð og röddinni í konunni sem las veðurfregnir á þeim árum....
...Galtarviti - sjór, ládautt, gráð, hiti fjögur stig..........
Skildi ekkert af þessu nema hitastigið og skil ekki enn!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 15:49
Sæl Hrönn, takk fyrir bloggvináttu! (skrifin þín eru flott).
...Svo mátti bóka að það væri rigning eða þoka í GREND!
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 18:35
Kom þarna árið 2000 og þá voru einhverjir hafnardagar eða eitthvað,dorgveiðikeppni og margt annað,en þetta er fallegt fjall þetta Göltur og hver veit nema ég fari þarna vestur og labbi Gölt?
Magnús Paul Korntop, 23.4.2008 kl. 00:23
flottar myndir.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 01:11
Magnús Paul, þetta kallast "Sæluhelgin" sem þú ert að tala um og hefur hún verið haldin núna í nokkur ár, þá alltaf aðra helgina í júlí svo vertu bara velkominn aftur Ég verð nú að taka það fram hérna, að alltaf er ég að rekast á fólk sem hefur mætt á "sæluna" ég var að panta mér hjól um daginn sem er nú ekki í frásögur færandi, en maðurinn sem ég talaði við var nú fljótur að grípa mig þegar hann vissi hvar ég ætti heima, sagðist nú hafa verið svo frægur að hafa komið vestur á sælu árið 2005 hélt hann. Bara gaman að þessu
Halldóra Hannesdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:00
Takk
Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 22:49
Já hann er flottur Gölturinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.