22.3.2008 | 13:51
Æi.....
Ég sé að yngri sonurinn var ekkert of ánægður með síðustu færslu mína, hefur sennilega ekki húmor fyrir svona "kvenrembu" hjá henni móður sinni, sem hefur nú ekki talið það eftir sér að "þjóna" honum dyggilega í gegnum uppvöxtinn! Nei, nei, ekki alveg rétt hjá mér. Ómar Daníel hefur alla tíð verið ósköp sjálfbjarga og "þægilegur" í sambúð, enda ekta vatnsberi og ég elska hann.
Ég vona að allir þeir, sem eru svo heppnir að vera í Páskafríi séu að njóta þess, með sínum nánustu, hvort sem það er í leti og hvíld, eða við skíðaiðkun og annan hamagang í snjóaparadísum Íslands.
Ég mæti á mínar vinnuvaktir, meira af vilja en getu þessa daganna. Er að "drepast" úr verkjum í hægra upphandlegg, en þetta hefst fram yfir Páska vegna frábærs vinnufélaga, sem tekur að sér allar "teygjur og réttur" fyrir mig! Í næstu viku á ég svo tíma hjá sjúkraþjálfara, sem mun vonandi "kippa þessu í liðinn" fyrir mig, svo ég þurfi nú ekki að vera mikið frá vinnu út af þessum fjára. Ég er samt ekkert að biðja um neina vorkunn, sei, sei, nei, því við Elsa mín munum klára þessar vaktir í sátt og samlyndi, við erum vanar því!
Eldri færslur
- Júní 2015
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Bloggvinir
- sudureyri
- schmidt
- vestfirdingurinn
- asthildurcesil
- holmdish
- hallibjarna
- jenfo
- hross
- hronnsig
- rognvaldurthor
- iaprag
- larahanna
- svanurg
- hildurhelgas
- milla
- ragnhildur
- jyderupdrottningin
- birgitta
- jogamagg
- beggita
- ammadagny
- steindora
- jonaa
- gudrunjona
- faereyja
- roslin
- liljabolla
- lehamzdr
- gurrihar
- helgamagg
- gledibankinn
- formosus
- gerdurpalma112
- silfri
- raksig
- rutlaskutla
- annaragna
- sylviam
- skessa
- hehau
- ringarinn
- kreppan
- don
- heidistrand
- korntop
- katrinsnaeholm
- danjensen
- joninaros
- tara
- kruttina
- manisvans
- valgeirskagfjord
- rannveigh
- emm
- olinathorv
- christinemarie
- bubot
- ksh
- jonthorolafsson
- skordalsbrynja
- kaffi
- icekeiko
- lillagud
- wonderwoman
- jonerr
- stinajohanns
- saedishaf
- himmalingur
- bjarnihardar
- katan
- gloppa
- helgigunnars
- strunfridur
- annakr
- credo
- fannygudbjorg
- lucas
- sveitaorar
- jakobk
- disdis
- sirri
- finni
- brahim
- heidathord
- sigrunzanz
- draumur
- naflaskodun
- stjornlagathing
- valdimarjohannesson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Tala sama tungumál og viðskiptavinir
- Gengið vel að sækja tekjur
- Samningur um kaup Styrkáss á Krafti felldur niður
- Gervigreindin rétt að byrja
- OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar
- Síðasta ár gott í ljósi aðstæðna
- Arion spáir 4,9% verðbólgu
- Fréttaskýring: Mestar varnir fyrir minnstan pening
- Breytingar á framkvæmdastjórn Skaga
- Ný Tesla Y kynnt
Athugasemdir
Já Hallgerður, ég veit það. Er samt alveg búin að læra að vera ekki að leika þetta fórnarlamb, maður kemur í manns stað o.sv. frv. en Páskarnir eru erfiðir, það vilja allir vera í fríi, sem eiga að vera í fríi! Er búin að fara til læknis og sjúkraþjálfara sem sendi mig í myndatöku fyrir hátíðarnar, og svarið úr myndatökunni fæ ég á þriðjudag! og fer svo til sjúkraþjálfara á miðvikudag og hún mun vonandi laga þetta á nótæm! Vinnufélaginn réði líka miklu um að ég treysti mér til að mæta. En nú er mér ekki til setunnar boðið, farin í vinnu og sendi ykkur mínar bestu kveðjur.
Sigrún Jónsdóttir, 22.3.2008 kl. 14:14
Enginn ræður veikindi. Sé að þú lendir í svipuðu og ég, farið af stað með rannsóknir síðan tekur við biðin mikla. Þangað til máttu þreyja Þorran með þína verki. Í öllu falli ertu ekki vinnufær, mín kæra.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.3.2008 kl. 14:41
Guðrún mín, ég hef nú ekki lent í sömu hremmingum og þú sem betur fer, enda hefur þín píslarganga verið átakanleg. Það er nú bara rétt vika frá því að ég drattaðist til læknis til að fá beiðni til að fara til sjúkraþjálfara og hún (sjúkraþjálfarinn) vildi mynd, því hún var hrædd um að þetta væri kannski eitthvað meira en vöðvafestarnar.
Ég mæti í vinnuna í fyrramálið, en svo sé ég bara til, er alla vega orðin mjög pirruð á hreyfigetu-leysinu!
Hafðu það sem best í fríinu og ég vona að það fari að rofa til með þín veikindi.
Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2008 kl. 00:17
Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.