Leita í fréttum mbl.is

19. júní - Til hamingju með daginn!

Sigríður Jóna Guðadóttir, 31.10.1883 - 29. 12.1970.
amma_sigga_og_bornin_1126951.jpgSigga amma var 32ja ára þegar konur öðluðust fyrst kosningarétt á Íslandi, en hún hefur ekki fengið að kjósa strax þá, því að kosningaaldurinn var í fyrstu bundin við 40 árin.

Ég efast ekki um að amma hafi verið jafnréttissinni, hún var svo réttlát og góð. Ég var svo heppin að fá að alast upp með hana á heimilinu og ég elskaði hana skilyrðislaust.
Ég á eina góða minningu um ömmu og kosningar.  Þetta voru fyrstu forsetakosningarnar sem ég upplifði og ég tók virkan þátt í kosningabaráttunni ásamt Eygló vinkonu minni þótt við værum aðeins 16 ára og ekki komnar með kosningarétt.  
Við studdum samt sitthvorn frambjóðandann tongue-out

Ég spurði ömmu hvort hún ætlaði að kjósa, hún sagði nei, og ástæðan var sú að henni fannst hún vera orðin svo gömul og að nú ættu nýjar kynslóðir að ráða för.  Ég spurði hana þá hvern hún myndi kjósa ef hún færi á kjörstað og hún nefndi frambjóðandann sem ég hélt með. Ég bað hana þá að vera svo góða að fara að kjósa hann fyrir mig.... ég væri jú af komandi kynslóð wink og amma gerði það, klæddi sig í sinn fallega upphlut og bað pabba um að fara með sig á kjörstað og skilaði mínu fyrsta atkvæði í kjörkassann laughing
Eygló fékk að sjálfsögðu ömmu sína til að fara á kjörstað og kaus hún hinn frambjóðandann.
Eyglóar atkvæði fór á Kristján Eldjárn og hann varð forseti og það tók mig ekki langan tíma að sætta mig við það.

Guðjóna Albertsdóttir 23.09.16 - 19.05.2000
Pabbi, mamma og AbbiMamma mín hún Jóna Alberts var kjarnorkukona til allra verka og athafna.  Hún var fyrirvinna heimilisins þegar pabbi minn fór að leita sér lækninga við berklum.  Þetta var uppúr miðri síðustu öld og þá var ekkert sem hét fjölskylduaðstoð eða bætur.
Heimilið var stórt, 5 börn og amma en allt gekk þetta vel með hjálp góðra sveitunga og ömmu sem var blind en sá samt að mestu um flest sem gera þurfti innan veggja heimilisins.
Þegar pabbi kom aftur heim læknaður af berklunum hélt mamma áfram að vinna utan heimilisins, þar sem hún hafði uppgötvað sjálfstæðið sem fólst í því að afla sinna eigin teknasmile
Einhvertíma uppúr 1960 unnu þær vinkonurnar mamma og Silla (Sigríður Kristjánsdóttir) saman við flökun í frystihúsinu.  Þær hafa örugglega verið tveggja manna makar við sína vinnu en fengu samt bara "kvenmannslaun"cry
Mamma var ekki sátt... og fór með kröfugerð þeirra vinkvennanna til forstjórans.  Hún lét hann vita að ef þær fengju ekki karlmannslaun fyrir flökunina þá færu þær bara að dúlla sér í úrskurðinum (þá var ekki komið bónuskerfi) og viti menn forstjórinn meðtók kröfuna og borgaði þeim og öllum konum sem unnu karlastörf karlakaup laughing  Þetta var fyrir tíma SA og kröfur verkafólks um sömu laun fyrir sömu vinnu.

Þessar örminningar um formæður mínar set ég á blað í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Ég minnist þessara kvenna með ást og virðingukiss

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband