Leita í fréttum mbl.is

Gleđilega hátíđ kćru ćttingjar og vinir!

Heimkoman
(Smásaga frá 1991)
 
amma_og_afi_1126920.jpg
 
 

Ţađ er júlímánuđur áriđ 1904.  Veđriđ er milt og sólin er ađ hćkka á lofti.

Ung kona stendur á fjallsbrúninni innarlega í firđinum.  Viđ fćtur hennar eru pinklar og skjóđur.  Hún er smávaxin og fíngerđ međ blíđlegt bros í fallegu andlitinu.  Háriđ er ljósbrúnt og fléttađ eins og kóróna um höfuđ hennar.  

Ţađ er  eftirvćntingarglampi í fallegu bláu augunum ţegar hún horfir á ţá fögru sýn sem mćtir henni.  Hér verđur gott ađ búa hugsar hún um leiđ og hún sest á mosavaxinn stein.

Fjörđurinn er fagur ţennann sumarmorgun.  Ţađ er logn og sjórinn er sléttur sem spegill, nema ţćr gárur, er myndast, ţar sem lítill árabátur međ einn rćđara innanborđs kemur hćgt og líđandi inn fjörđinn.

Fjöllin umhverfis eru tignarleg og klćdd sínum fegursta sumarskrúđa, skógarkjarri, grasi, mosa og inn á milli eru sumarblómin í allri sinni litadýrđ.

Sigríđur Jóna heitir unga konan á fjallsbrúninni.  Hún er tuttugu og eins árs ađ aldri og ţađ er komiđ ađ tímamótum í lífi hennar.  Ađ baki eru árin, sem hún átti međ foreldrum og yngri systur.  Árin sem mótuđu hana.

Framundan eru leyndardómar lífsins, ástin og afkvćmi hennar.

Hún hefur alist upp viđ mikinn kćrleika og trú á guđ.  Allt frćndfólkiđ í litlu Skálavík var sem samhent fjölskylda.  Ţađ hafđi ávallt reynst ţeim vel.  Móđir Sigríđar Jónu lést fyrir 5 árum og međ góđri hjálp sveitunga sinna, hélt hún heimili fyrir föđur sinn og gekk Pálmfríđi yngri systur sinni í móđurstađ.  En nú var fađir hennar líka dáinn.  Hann féll fyrir Ćgi, eins og svo margir sjósóknarar hafa gert á undan honum.

Pálmfríđur litla hafđi yfirgefiđ átthaganna fljótlega eftir jarđarför föđur ţeirra.  Hún beiđ nú komu systur sinnar hjá frćndfólki ţeirra hérna í Súgandafirđi.

Sigríđi Jónu fannst erfitt ađ kveđja sveitina sína og fólkiđ sem var henni svo kćrt.  En treginn var farinn ađ víkja fyrir tilhlökkun.  Hún á nú ađ baki ţriggja kukkutíma göngu yfir grýttan dal og fjall.  

Nú er hún komin í framandi fjörđ til ókunnugs fólks.  En Sigríđur Jóna er bjartsýn á framtíđina.  Í svona fallegum firđi getur bara búiđ gott fólk.  Frćnka hennar og frćndi fluttu hingađ fyrir nokkrum árum og ţau bera fólkinu hérna gott orđ.  Svo býr hann hérna hann Albert Finnur, ungi mađurinn, sem hún bast tryggđarböndum í fyrrasumar.

Hún vonar ađ rćđarinn í árabátnum sé einmitt hann.  Berti, eins og hann er kallađur, lofađi ţví í fyrrahaust ađ sćkja hana í botn fjarđarins ţennann dag.  Hjarta Sigríđar Jónu slćr ótt og hún hefur göngu sína niđur fjalliđ.  Ilmurinn í loftinu er dásamlegur og söngur fuglanna er bjartur og tćr.

Ţegar hún er komin niđur fyrir miđja fjallshlíđ, leggur hún farangurinn aftur frá sér og sest niđur í grasiđ innan um lágvaxiđ kjarriđ.  Lćkurinn, sem hafđi tifađ niđur fjalliđ samhliđa Sigríđi Jónu, heldur áfram niđur hlíđina.  Hún tekur af sér slitna gönguskó og ullarsokka, sem hún hafđi klćđst  og bađar netta fćturna í lćknum.  Gönguskórnir hans pabba sáluga hafa ţjónađ henni vel í urđinni, sem hún hafđi undir fótum á ţessu ferđalagi.

Hún dregur nú upp forláta steinbíts rođskó, sem hćfa betur klćđnađi hennar.  Hún er klćdd svörtu síđu pilsi og stuttum svörtum mittisjakka.  Svuntan og sjaliđ eru í ljósum sauđalitunum eins og rođskórnir.

Skóna hafđi Albert Finnur sent henni međ skútunni fyrir síđustu jól.  Ţeir eru ţjálir og afskaplega vel gerđir og vandađir.  

Ţar sem Sigríđur Jóna situr ţarna í grasinu og reimar ađ sér skóna sína, sér hún hvar árabáturinn nálgast vörina fyrir neđan bćjarstćđiđ ađ Gilsbrekku neđst í hlíđinni.

Hún sér núna ađ rćđarinn er Albert Finnur.  Hún brosir og rođnar í vöngum.  Úr augunum ljómar gleđi og tilhlökkun.  Hún stendur á fćtur, tekur upp pilsfaldinn međ annarri hendinni og farangurinn međ hinni.  Hún hleypur létt í spori niđur hlíđina og alveg niđur í fjöru, ţar sem Albert Finnur hefur skorđađ bátinn sinn.  Hann stendur ţarna, hávaxinn og herđabreiđur, brosandi međ útbreiddann fađminn og ástúđleg glettni skín úr augum hans.

Sigríđur Jóna er komin heim.

 

Nóvember 1991,

Sigrún Jónsdóttir.

 

amma_sigga_og_bornin_1126951.jpgSmá eftirmáli fyrir ćttingja og vini.... sem vilja bara stađreyndirWink:

Sigga amma var eina amman sem ég ţekkti og ég elskađi hana og dáđi.  Hún var orđin blind, ţegar ég man fyrst eftir henni, en ţađ stoppađi ekki léttleika hennar.  Hún sat viđ sitt útvarpstćki, söng međ tónlistinni og prjónađi.  

Ég man ekki sérstaklega eftir ţví ađ amma hafi gefiđ mér í jólagjöf annađ en hina hefđbundnu sokka og vettlinga og ţađ dugđi mér frá konunni sem mér ţótti vćnst um af öllum.

Amma og afi eignuđust 3 börn, sem lifđu.  Kristján, sem dó á ţrítugsaldri.  Mömmu mína, Guđjónu, sem lést áriđ 2000, og Pálmfríđi, sem lést áriđ 2010.

Afkomendur í dag eru 55...ađ ţví ađ ég best veit Smile

 

 

 

Albert Finnur Jóhannesson

Fćddur á Norđureyri í Súgandafirđi 13. nóvember 1884

Látinn 20. nóvember 1945


Sigríđur Jóna Guđnadóttir

Fćdd í Bolungarvík 31. október 1883

Látin 29. desember 1970

 

Guđni Borgarsson

Fćddur í Hólssókn, N-Ís. 27. nóvember 1843

Látinn 23. apríl 1904


Jóna Jónsdóttir

Fćdd í Eyrarsókn í Seyđisfirđi, N-Ís 31. janúar 1849

Látin 26. febrúar 1899

 

Pálmi Guđnason 1874 - 1874
Pálmi Guđnason 1876 - 1894
Jón Borgar Guđnason 1878 - 1882
Pálmfríđur Guđnadóttir 1895 - 1918
Guđmundína Guđnadóttir 1871 - 1872
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ć elskan hvađ ţetta er falleg saga og hamingjurík.  Takk fyrir hana elsku vinkona mín.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 18.12.2011 kl. 21:38

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk elsku Ásthildur og ljúfustu jóla og hátíđarkveđjur til ykkar í Kćrleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2011 kl. 23:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Bestu jólakveđjur til ţín og ţinna líka Sigrún mín. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 19.12.2011 kl. 11:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband