Leita í fréttum mbl.is

Gleðilega jólahátíð elsku ættingjar og vinir.

Heyrði aðeins í honum Alberti bróður mínum á skæpinu í dag.  Hann segist sakna þess að sjá ekkert blogg frá mér núorðið.

Hann býr í Ástralíu og þarlendir eru ekki ýkja hrifnir af facebook....of margar vírusahætturWoundering  En eins og fyrri daginn tóku íslendingarnir facebook nýjunginni með trompi og sögðu grandWhistling og maður hefur nú ekki tíma fyrir allt.....

Þetta verður því svona jólakveðjufærsla fyrir Abba í Brisbane, Úlfar í Ameríku, Eygló í Svíþjóð, Diddu í Ameríkunni, Jónu Láru í Danaveldinu, Pöllu Bergmann í Kanada og Helgu vinkonu í Ásralíu Heart

Kæru þið öll,

Ég fór á jólaball hjá Rafiðnaðarsambandinu með nokkrum fjölskyldumeðlimum um síðustu helgi.  Jólaballið var haldið að Gullhömrum og fyrir ykkur sem eruð engu nær, þá er það samkomuhús í Grafarholtinu....voða stórt og flott.  Ég labbaði nokkuð marga hringi í kringum jólatréð með Róberti Skúla (Ómarssyni) og Ericu Ósk (Jóns Erics dóttur) og söng HÁSTÖFUMCool...er loksins búin að læra alla þessa jólaballatexta.... og sem betur fer, því haldið ekki að ég hafi þurft að vanda mig með Björk (heimsfrægu) Guðmundsdóttur í næsta hring við migJoyful...svo ég get með sanni sagt að ég hafi sungið opinberlega með BjörkWizard  

Af okkur er allt gott að frétta.  Ég er að vinna alla jóladagana en held samt jólin með sonum og barnabörnum svona inn á milli vaktaWizard

Jólamaturinn er komin í kæliskápinn heima hjá Jóni Eric og Ómari Daníel og þeir ætla að elda hamborgarahrygg á aðfangadagskvöld en þar sem ég er á kvöldvakt, mun ég væntanlega bara vera í símasambandi við þá fram eftir kvöldi.  Kristrún Amelía og Róbert Skúli verða hjá þeim svo það verður jólafjör á þeim bænumWhistling.

Á jóladag verð ég á dagvakt (ég veit...alveg ótrúlegt!) og þá munu Erica Ósk og Karen Lilja vera hjá okkur í hangikjötsveislunni og taka upp sína jólapakkaSmile

Á annan dag jóla er ég svo á kvöldvakt og þá ætla ég að sofa fram að vakt....Sleeping

Fyrr í kvöld fór ég í skötuveislu hjá Guðjóni Jóa Didda syni þar sem stór hluti stórfjölskyldunnar var samankomin.  Þar var ákveðið að þessi samkoma væri algjört mustWhistling  Stórfjölskyldan er nefnilega alltaf að stækka og sameiginlegar jólahefðir okkar hafa verið í þróun undanfarin ár......en nú skal setja reglu á þessar samkomurSmile

Svenni byrjaði eiginlega með þessar skötuveislur, þegar þau bjuggu í Álfheimunum.  Þegar hann flutti í Grafarvogsblokkina tók Sigga systurdóttir og Vignir við og nú í kvöld voru það semsagt Guðjón og Systa sem tók við keflinu.  Við greiddum um það atkvæði hvar skötuveislan skyldi haldin að ári og það var samdóma álit meirihluta veislugesta að það væri upplagt að heimsækja Svenna og Ellý að nýju.  Þau voru nefnilega fjarri góðu gamni í kvöld þar sem þau dvelja ásamt allri sinni fjölskyldu hjá Jónu Láru í Danmörku um hátíðarnar.  Ég veit að þau verða ákaflega glöð að fá að bjóða okkur heim í fallega lundinn í Kópavoginum...þeir segja að það sé gott að búa í Kópavogi og að umburðarlyndi við vestfirskri skötulykt sé þar í hávegum höfðWink....

Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og hlakka til að sjá ykkur öll von bráðar....Heart

Meira er nú eiginlega ekki að frétta af þessum bænum en ég býð ykkur öllum að taka undir með hinum íslensku Frostrósum :


mbl.is Jólastemning í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gaman að leza frá þér alltaf.

Gleðileg jólin til þín & þinna, duglega kona.

Z.

Steingrímur Helgason, 24.12.2010 kl. 01:13

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir Steingrímur minn.  Bestu jólakveðjur til þín og þinna

Sigrún Jónsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól til þín líka Sigrún mín og takk fyrir skemmtileg og góð kynni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2010 kl. 13:14

4 identicon

Gleðileg jól. Bestu kveðjur og takk fyrir samskiptin á árinu hér á blogginu.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 14:45

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já veiztu ég hef saknað bloggfærslanna þinna líka - þrátt fyrir að vera ekki í Ástralíu

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2010 kl. 17:46

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk elsku vinkonur, Ásthildur, Ragna og Hrönn mínir uppáhalds bloggarar og netvinir.  Ég óska ykkur gleðilegra jóla og þakka frábæran vinskap í gegnum tíðina....love you

Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband