Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Jóhanna, þinn tími er kominn.

Munið þið eftir: Lögum unga fólksins? Óskalögum sjúklinga- og sjómanna?  Hér hefst nýr þáttur, byggður á þema þessara gömlu útvarpsþátta.

Óskalög öreiganna:

Fyrsta kveðjan í þessum þætti er til Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra frá öryrkjum, bótaþegum og láglaunafólki þessa lands með laginu: Don´t let me down!

Held samt að bítlarnir hafi haft eitthvað allt annað í hugaTounge.


Steypum Davíð af stóli

Ég er í sjokki.  Ég hef sjálf verið að velta þessum möguleika upp í umræðum í vinnunni, en aldrei getað skipað þessa stjórn mönnum sem ég treystiErrm.  Var helst á því að leita þyrfti uppi hagfræði fróða menn og konur, sem ekki tengdust hinu pólitíska litrófiWoundering.  Slíkt fordæmi er víst ekki til staðar.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu:

"Þjóðstjórn er ríkisstjórn sem mynduð er með aðild allra eða flestra þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á löggjafarþingi. Slíkar stjórnir eru yfirleitt myndaðar þegar alvarlegt kreppuástand eða stríðsástand ríkir.

Á Íslandi hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn, 17. apríl 1939, með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu."

Þegar Davíð viðrar (hótar) sínar skoðanir á þessum málum verð ég allt í einu efins, og velti fyrir mér ástæðu þess að hann geri þaðW00t, kemst að þeirri niðurstöðu að hann ætli sjálfur að stýra þessari þjóðstjórnFrown.

Væri ekki auðveldast í stöðunni að skipa nokkurskonar "þjóðstjórn" í Seðlabanka Íslands.  Víkja núverandi bankastjórn til hliðar og fá ópólitískt (ef það er til) fagteymi hagfræðinga til að fara  yfir gjörninga núverandi bankastjórnar og ráðleggja (eins og lög gera ráð fyrir) núverandi stjórnarherrum um framhaldið.

Í dag ríkir nokkurskonar styrjöld á Íslandi og það er neyðarástand, byrjum smátt, byrjum á stjórn Seðlabankans, björgum þjóðinni frá DavíðWhistling

Er farin í bankann að óska eftir greiðslustöðvunFootinMouth 

 


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband