Leita í fréttum mbl.is

....en valið á utanþingsráðherrum var rétt :)

Mikið svakalega leist mér vel á nýju "utanþingsráðherrana" í Kastljósi kvöldsins.  Skemmtileg tilbreyting að vera laus við pólitískan áróður í annarri hverri setningu.

Ekkert fum og ekkert fát og þau stökkva fullsköpuð og fagleg inn í ráðherraembætti, sem þingmenn hafa talið sig eiga og litið á sem stöðuhækkun í gegnum tíðina.

Það er örugglega engin tilviljun að maður skilur betur mál þeirra, sem hafa vit á því sem um er rættSmile

Þingmenn eiga að vera þverskurður þjóðarinnar - þeir eiga að semja lög - þeir eiga að vera löggjafavald.  Ráðherrar eru með framkvæmdavaldið, þeir eiga að veljast á eins faglegum forsemdum og kostur er.  Ég er sátt við valið á þessum "utanþingsráðherrum"......alla vega enn sem komið erWhistling


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigrún,  "mey skal að morgni lofa" en ég tek undir með þér - mér líst vel á þessi tvö   

Kolbrún Hilmars, 2.2.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Greinin hljómar vel, sá ekki Kastjósið, takk fyrir það. Ég er líka sátt við valið. Styð þessa stjórn, miðað við það sem ég hef lesið af verkefnalista þeirra, vona að verkin verði jafn góð. Ef ekki þá er stutt í kosningar.

Rut Sumarliðadóttir, 2.2.2009 kl. 21:46

3 identicon

Algjörlega sammála þér Sigrún. Horfði ákveðið og hlustaði grannt. Ekkert fum og fát. Engin óþörf loforð en ekkert samt dregið til baka. Gylfi hefur talað mikið sem álitsgjafi síðan hrunið varð og ég treysti þessum manni vel að standa við stóru orðin. Þarna var hann bara sjálfsögðu kurteis og kunni sig. Lætur svo vonandi verkin tala...hratt! Það sama gildir fyrir nýja dómsmálaráðherrann. Mikið sjálfstraust og er fullviss um að hún hafi þekkinguna. Flott.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líst rosa vel á Gylfa. Hef verið að fylgjast svolítið með honum síðan ég hlustaði á hann tala á Austurvelli. Hana "þekki" ég minna en það þýðir ekki endilega að mér lítist ver á hana.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já það blésu sannarlega "ferskir vindar". En ég vona að ég hafi bara verið svona glámskyggn, því mér fannst hún svolítið bjúrókratísk og bera þess merki að hafa þurft að sæta ákvörðunum annarrra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 22:29

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alveg ánægð...... ennþá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 23:07

7 Smámynd: Rannveig H

Ég er fullkomlega ánægð með Gylfa og þetta er góður fagmaður.

Ég mun sakna hans og vona að hann gerist ekki stjórnmálamaður.

Rannveig H, 3.2.2009 kl. 01:00

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr ég er sammála.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2009 kl. 01:13

9 identicon

Látum oss vona og biðja, að í framtíðinni verði ráðherrar valdir vegna mannkosta , kunnáttu og þekkingar á þeim verkefnum sem þeir verða skipaðir í. Kv. K.A.H.

Kristján Arnar Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 01:19

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sá  ekki kastljósid en knús kvedjur til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 3.2.2009 kl. 04:32

11 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sammála þér í því!  Góðir utanþingsráðherrar!   

Baldur Gautur Baldursson, 3.2.2009 kl. 09:02

12 identicon

Held að það reyni nú lítið á utanríkisráðherra þessa daga sem betur fer. Hef aldrei skilið brautargengi Össurar í pólitík.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:22

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér leist vel á þessar tvær manneskjur, og hef trú á að þau muni gera góða hluti.  Svo er að sjá hvernig gengur.  Mig hefur dreymt skrýtilega undanfarið, verð að segja að þeir draumar benda ekki á bjarta tíma framundan með stjórinan okkar, en vonandi er það bara vitleysa.  Það er samt í mér einhver uggur, ég held að ég sé smeyk við hlut(leysi) framsóknar í þessu.  Guð veit að ég vona að þetta reynist ekki rétt hjá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 10:30

14 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigrún mín, er nokkuð hægt að gera annað en biða og sjá, ,,,jú og vona það besta.   Ef þú segir þau traustsins verð trúi ég því .Treysti þinni dómgreind og reynslu.Kærar kveðjur frá Norge.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 3.2.2009 kl. 13:57

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já við getum leyft okkur bjartsýni

Hólmdís Hjartardóttir, 3.2.2009 kl. 14:23

16 Smámynd: Auður Proppé

Sammála, vonum að þeir haldi sér á þessu striki

Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 15:43

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg kæru bloggvinir

Sigrún Jónsdóttir, 3.2.2009 kl. 16:37

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir með þér og Hólmdísi. Það sakar a.m.k. ekki að leyfa sér einhverja bjartsýni eftir undangengna tíma. Það er líka allt annað mál að hlutsta á fólk sem veit um hvað það er að tala og þarf ekki að fela vanþekkingu og óheiðarleika undir óskiljanlegum orðaflaumi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.2.2009 kl. 19:01

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér líst alveg rosalega vel á nýju ríkisstjórnina. En eins og fólk segir þá hefur hún ekki mikinn tíma til að sanna sig. Vonandi verður hún bara kosin aftur ef hún stendur sig vel.

Helga Magnúsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:21

20 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 3.2.2009 kl. 22:45

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veit bara ekkert hvað er rétt eða gott í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband