Leita í fréttum mbl.is

Raddir fólksins!

Í dag eru 12.475 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Íslandi.  Margir þessara einstaklinga eru fyrirvinnur með börn á framfæri.  Þetta er skelfilegt ástand, sem á því miður eftir að versna.

"Þjóðin" hefur vitað í rúma 3 mánuði í hvað stefndi og beðið eftir úrræðum frá sitjandi stjórnvöldum.  Aðgerðum sem kæmu að gagni.  Ekkert gerist.

Í rúma 3 mánuði hefur "þjóðin" beðið eftir að einhverjir axli ábyrgð vegna þess ástands sem hér ríkir.  Engin axlar ábyrgð.

Eitt það jákvæðasta sem sprottið hefur upp í þessari kreppu er samstaða friðsamra mótmælenda.  Almenningur hefur verið virkjaður í þágu lýðræðis og réttlætis.  Því ber að fagna.

16. mótmælafundurinn á vegum Radda fólksins verður á Austurvelli kl. 15:00 í dag.

Ávörp og ræður:

  • Magnús Björn Ólafsson, blaðamaður
  • Hildur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður
  • Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
  • Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

 

 


mbl.is Sextándi mótmælafundurinn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GOLA RE 945

Góðan dag Sigrún.

Nú setjum við markið á fimm til sjö þúsund manns í dag. Þetta fer alveg að koma.

GOLA RE 945, 24.1.2009 kl. 07:53

2 identicon

Gott að þú nefndir friðsama mótmælendur.Raunverulegir mótmælendur eru í raun friðsamir.Ofbeldisseggir nýta sér allar aðstæður til að fá ofbeldi sínu fullnægt.

Hörður Halldórs. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:03

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eigið friðsaman baráttudag.

Ía Jóhannsdóttir, 24.1.2009 kl. 09:50

4 Smámynd:

Gangi ykkur vel í dag og takk fyrir að mótmæla

, 24.1.2009 kl. 09:53

5 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Styð friðsöm mótmæli. kæra bloggvinkona, en eftir allt sem á gekk í gær held ég að ég myndi ekki mæta á fund sem Hörður Torfason stjórnar.  Hann fór yfir öll mín mörk í gær.  Þurfum við ekki að fara að ná ró og friði, setjast niður og ákveða hvernig við ætlum að vinna öll saman að endurreisn samfélagsins þannig að fjölskyldur, fyrirtæki og hið opinbera geti staðið upprétt.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 24.1.2009 kl. 09:55

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ, Eg vona ad mótmælin verdi fridsöm tetta er ordid svo létt treytandi med tessi læti.

Gangi ykkur vel.

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 10:23

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég heyrði svo ljótan brandara í gær um að æxla ábyrg ...........ætla ekki að endurtaka hann

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 11:24

8 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Eg ætla að mæta á mótmælin í dag með börnin mín.Þar sem það er helgi er ekki mikið um pössun svo eg ætla rett að vona að þetta verði friðsamleg mótmæli.Vill engin að árni matt taki pokan sinn,eg spyr

Sædís Hafsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sigrún mín. Gangi þér vel í dag og sem og alla daga. Baráttukveðjur.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:24

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Og Rut, þú ert krútt.  En ég myndi aldrei segja það svona opinberlega sko.  Lalalalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 12:42

11 Smámynd: Aprílrós

Gangi þer vel í dag Sigrún mín. ;)

Aprílrós, 24.1.2009 kl. 13:44

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki ég heldur sko.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 13:56

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Flottur dagur skilst mér....Sakna ad hafa ekki getad upplifad allann tennann  tilfinningarskala.Takk fyrir ad mótmæla.

kvedja

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 21:04

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 21:55

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

3/4 ERU ÚTLENDINAR.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 23:05

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Útledingar

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 23:06

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fundurinn var æðislegur, taktfastur bæði ræðumenn og trommarar.  Ég var mjög ánægð með mætinguna.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband