Leita í fréttum mbl.is

Ágæti Valtýr,

Ég þekki þig ekki neitt, veit ekkert um þig og veit ekki einu sinni hvort ég þekki mann sem þekkir mann sem þekkir þig....en það væri ekki ólíklegt í okkar litla samfélagi!

Þótt ég þekki þig ekki og viti ekki hvernig þú hefur staðið þig í þeim störfum, sem þú hefur tekið þér fyrir hendur í gegnum tíðina, vil ég að þú sjáir sóma þinn í að víkja úr "stóli" ríkissaksóknara. 

Mér skilst að þú sért "sjálfráða" og að engin hafi vald til að reka þig og að þú þurfir sjálfur að ákveða þann gjörning svo af megi verðaWoundering

Þú villt meina að það sé alveg óþarfi að þú víkir en ég er ekki sammála.  Ég horfði á þessa umfjöllun í Kastljósinu í gær og ég verð að viðurkenna að reiðin kraumaði í mér.  Þú, Valtýr minn ert bullandi vanhæfur og sem löglærður maður ættir þú að vita þaðAngry  Ég tel reyndar að við finnum varla "hæfan" einstakling (lesist: ekki vanhæfan!) hér á landi til að fylla þitt skarð, þannig að þetta er ekkert persónulegt gagnvart þér.

Ég mun standa með mínum sonum í gegnum súrt og sætt þar til yfir lýkur og ég vona svo sannarlega að það munir þú líka gera gagnvart þínum börnum.....en ekki láta það koma niður á trúverðugleika á íslensku réttarfari.

Það á eftir að taka langan tíma fyrir íslensku þjóðina að öðlast traust á embættis- banka- og stjórnmálamönnum svo einhverjir séu nefndir.  Gefðu þjóðinni það svigrúm sem hún þarf varðandi þitt embætti - SEGÐU AF ÞÉR!

 


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Sigrún mín.Takk fyrir.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hógvær orð í ljúfri hreinskilni, sem ég get heils hugar tekið undir. Þakka þér fyrir að orða þetta svona fallega, en einnig af mikilli alvöru.

Kv. G.J. 

Guðbjörn Jónsson, 12.6.2009 kl. 21:42

3 identicon

Tek heilshugar undir þessa áskorun þína.

Ég er reyndar hætt að hvetja Valtýr Sigurðsson til að segja af sér, ég ætlast til þess að hann segi af sér.  Ef ekki þá ætlast ég til að honum verði sagt upp, eða settur í "garðyrkjufrí" (gardening leave eins og Bretinn kallar það).

ASE (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tek undir þessa áskorun þína til Valtýs. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:23

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir að skrifa þetta bréf til Valtýs, og takk fyrir að benda á þessa umfjöllun í Kastljósinu.  Ég tek heilshugar undir þessa áskorun þína.

Að öðrum kosti tek ég undir það sem ASE skrifar hér fyrir ofan. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:32

6 identicon

Sigrún, takk fyrir góða færslu.

Valtýr, vinsamlegast segðu af þér!

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:17

7 identicon

Allt rétt. Verð hins vegar að viðurkenna, játa það bara að þetta er töff. Maðurinn eftir því sem ég best veit vammlaus. En fellur í þessa grifju eins og mörg okkar að meta eigin persónu meir en þjóðarhag. Þeas þau okkar sem eru í stjórnsýslu.

Við þurfum að skoða betur utanaðkomandi aðstoð í þessu stóra verkefni okkar. Þá er ég að tala um fólk á borð við Evu Solin, og ígildi hennar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 17:03

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2009 kl. 21:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:28

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tek undir tetta hjá tér elsku Sigrún mín.

En lille hilsner fra Jyderup.

Knus

Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband