Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

En hver styrkti hann í prófkjörunum?

Ég er ansi hrædd um að Guðlaugur Þór geti ekki flúið ábyrgð sína í REI - einkavæðingar ferlinu.  Hann var jú stjórnarformaður OR.

Mér þætti aftur á móti mjög fróðlegt að sjá hverjir styrktu hann í prófkjörinu fyrir alþingiskosningarnar i ljósi þeirrar einkavæðingarhrinu sem var að hefjast í hans ráðherratíð sem heilbrigðisráðherra Shocking

Reyndar þætti mér afar fróðlegt að sjá hverjir styrktu hvern og þá hvað mikið í  í undanförnum prófkjörum.  Fjölmiðlar gætu t.d. byrjað með því að upplýsa um auglýsingakostnað hvers og eins.


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld!

Þetta myndbrot verða allir að sjá.  Til þess að sjá þetta verður að klikka x 2 á myndbandið sem leiðir ykkur inn á YouTube!


Páskakveðja!

Gleðilega páska kæru vinir!Smile
 
paskaungi.jpg

I did not have ..........

anything to do with it!

Ég bað bara vini mína að hjálpa flokknum okkar.....og svo vissi ég ekki meirHalo  Svo varð ég náttúrulega ráðherra....og hætti alveg að hugsa um REI....enda komin í allt aðra "einkavæðingar-hugleiðingar"Woundering...hitt var búið spilFrown


mbl.is Guðlaugur ítrekar fyrri yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustur vinur getur gert.........

Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína í neyð?

....en kæru "vinir" var þetta ekki "bjarna-r greiði"?

 


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megum við segja fólkinu í landinu hvað þið voruð góð við okkur?

Ef að nú hjá Pálma einn fimmeyring ég fengi,
fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá.
Ég klappa skyldi Pálma og kyssa vel og lengi
og kaupa síðan allt sem mig langar til að fá.

Fyrst kaupi ég mér fylgi sem leggur aftur augun
Nýbúar og Sniglar hér mæta á fleygiferð.
Og af því hvað hún maddama er orðin þreytt á taugum
þá ætla ég að kaupa bíl í hverja sendiferð.


Álver og kvóta, já bíður einhver meira?
gríðarstóra flugvél ég kaupi fyrir Finn.
Svo kaupi ég mér fylgi hjá Súlukóngnum Geira

og hnífasettin pússuð verða fyrir afganginn!

Hverjir eru hagsmunir almennings í þessu styrkjamáli?

Hverjum þjónar flokkurinn?

Eru það fyrirtækin sem stjórna flokknum?


mbl.is Framsókn leitar samþykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira REI-in ruglið!

Maður getur nú varla orða bundist lengur...svo smáhlé verður gert á bloggfríi.  Það brenna á mér nokkrar spurningar, sem ég fæ sjálfsagt aldrei svör við af því að þeir sem ættu að vera að velta fyrir sér spurningum í ljósi framkominna upplýsinga eru ekki að spyrja þeirra.....þ.e. blaðamennAngry

 

Er Guðlaugur Þór bakari eða smiður....sko svona "frasalega" séð?

Það voru borgarstjórnarkosningar árið 2006 og það var örugglega dýrasta kosningabarátta sem háð hefur verið hjá sumum flokkanna og öllu var til tjaldað, sem hugsanlega gæti komið kjósendum á rétta bása.  

hummer.jpgHver man ekki eftir rándýrum sjónvarpsauglýsingum, flettiskiltum um borg og bí (sem skyggðu á fjöllin fagurblá!) Hömmer einum miklum og plássfrekum, heil- og hálfsíðu auglýsingum í dagblöðunum, frambjóðendur dressaðir upp á kostnað flokksins og að heilu "hnífasettunum" var kastað á glæ!

Mig minnir að einhverjir hafi reiknað gróflega út hvað einn flokkurinn hafi lagt í auglýsingar....ca. 50 millur en þessi sami flokkur "safnaði" bara aumum 30 millum þetta árið frá óskilgreindum "styrktaraðilum" W00t

Ári síðar voru svo alþingiskosningar og þá væntanlega bara skuldir í "kosningasjóðum" flokkanna og þótt ennþá væri viðvarandi "góðæri" mátti ekki þiggja hærri styrki en kr. 300.000.- frá hverjum "styrktaraðila"Errm, svo skuldir hafa væntanlega hrannast uppWhistling

Það kæmi sér örugglega vel fyrir suma flokka að fá 20% niðurfellingu skulda, svona á þessum síðustu og verstuHalo

Það var bara svo mikil REI-in vitleysa í gangi á þessum tíma og margir aðrir en Guðlaugur Þór sem komu þar að málum.......er samt ekki að réttlæta hans meinta þátt í bullinu!

 


mbl.is Lýsa stuðningi við Guðlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega Páska!

Bara rétt að kíkja við og láta vita af mérSmile  Líður ágætlega í bloggfríi og er búin að afkasta heilmikið á heimilinu, sem hefur fengið að bíða vegna "blogganna"Wink

Er ennþá jafn reið og döpur vegna ástandsins hjá þjóðinni okkar og hef ekki ennþá tekið endanlega afstöðu um hvað ég kýs í komandi kosningumWoundering....veit bara að öfgar hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá mér og set spurningarmerki við ýmislegt, sem fram hefur komið undanfarna dagaSideways

Fékk þetta sent í pósti í morgun frá æskuvinkonu minni Eygló, sem býr í Svíþjóð og ákvað að deila þessu með ykkur:

 

Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ætti að vera dáið!!! (eða vorum við bara heppin??)




Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.



HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?


-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.

-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.

-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.

-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika

-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.

-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.

-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.

-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!

-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.

-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.

-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?

-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!

-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.

-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.

-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.

-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af.

-Engin vissi hvað Rítalín var og engin bruddi pillur sem barn.

-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.

-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.

-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...


 
OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!



Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé 'okkur sjálfum fyrir bestu'?.Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.

Ef þessi færsla yrð dregin saman í einn lítinn málshátt yrði hann sennilega svona:  Af misjöfnu þrífast börnin best!

Ég óska ykkur öllum gleðilegra PáskaHeart  

SjáumstWink

 


« Fyrri síða

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband