Leita í fréttum mbl.is

Efndir, ekki fleiri nefndir.....

Ég hef bara aldrei velt því fyrir mér, hverjir eigi að vera með hæstu launin í okkar samfélagi.  Veit að ég verð seint í þeim hópi og hef aldrei öfundast út í þá, sem eru með hærri laun en ég, en hef haft það að markmiði að minnka kjaramuninn með því að bæta kjör hinna verst settu.

Þ.a.l. hef ég mikið velt fyrir mér afkomu möguleikum þeirra, sem lægstu kjörin hafa og hef lengi bent á nauðsynlega aðgerð sem kæmi þeim til góða, þ.e. að til verði "opinber og viðurkenndur framfærslugrunnur", sem myndi tryggja að kjör væru aldrei lægri en þarf til lágmarks, mannsæmandi framfærslu.

Ég hafði þá trú að við værum komin með hinn eina og rétta félagsmálaráðherra.  Jóhanna Sigurðardóttir hefur í gegnum tíðina verið með "réttu" hugmyndirnar að "réttlátu" þjóðfélagi, mér finnst því helvíti hart að ekki sé hægt að treysta því að hún sem yfirmaður félagsmála geti ekki komið þessu í framkvæmd án þess að tefja það frekar með hverri sérfræðinganefndinni á fætur annarri.

"Jóhanna kom víða við í ræðu sinni og sagði m.a. mikilvægt að slegið verði skjaldborg utan um þá sem höllustum fæti standa á vinnumarkaði, svo sem eldra fólk, fólk með skerta starfsgetu og erlent fólk, nú þegar aðstæður á vinnumarkaði fara versnandi".

"Opinber, viðurkenndur framfærslugrunnur" myndi sjá um þetta! Lágmarkslaun og bætur yrðu þá aldrei lægri en þarf til lágmarksframfærslu.

"Hún tilkynnti að hún hefði skipað fimm manna sérfræðingahóp til að kanna hvaða leiðir séu færar í því að bregðast við áhrifum verðtryggingar á greiðslubyrði skuldara. Hún sagði ekki þar með víst hver niðurstaðan af þeirri könnun verður. Þá viðraði Jóhanna hugmyndir um að heimildir til þess að skuldajafna vaxtabótum og barnabótum á móti opinberum gjöldum verði afnumdar."

Ég hjó sérstaklega eftir því í byrjun þessa kjörtímabils að félags- og viðskiptaráðherra höfðu skipað starfshóp/nefnd, sem átti að skoða þessa hlið mála og að beina ætti þeim tilmælum til bankanna að hafa sama háttinn á og aðrir norrænir bankar, þ.e. að tryggja að viðskiptavinir hefðu ávallt nægilegan afgang til "eðlilegrar" framfærslu. 

Ekki veit ég hvað varð að þessari nefnd......en nú er lag.....sem nýir eigendur bankanna, hljótum við að setja þeim nýtt og betra regluverk að vinna eftir.

Ekki fleiri nefndir Jóhanna mín.  Aðgerðir strax.  Þinn tími er svo sannarlega kominn!

 


mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá Jóhönnu í hádegisfréttum og hún á ekki orð yfir bankastjóralaununum og vill þau lækkuð.

Hún vill eftirlaunalögin ógild.

Viðskiptaráðherra er á móti svona háum launum ríkisbankanna.

Þá hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í málinu og lækka launin.

En þetta er frábær pistill hjá þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhanna meinar vel, en hún er að glíma við eilífðarvandamálið; hverjir eru verst settir? 

Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, barnafjölskyldur eða "what-not", er svo blandaður hópur innbyrðis að ekki er hægt að alhæfa og draga skýrar línur.  Margir öryrkjar eru bláfátækir, aðrir jafnvel auðugir, ellilífeyrisþegar spanna allan skalann, barnafjölskyldur líka. 

Til þess að finna þá verst settu þarf að nota annan mælikvarða en hópana sem slíka.  Það þarf að draga út ákveðna einstaklina úr hverjum hóp og enginn félagsmálaráðherra leggur út í það fen.  Jóhanna veit það.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2008 kl. 20:20

4 identicon

Sæl Sigrún mín, svo langt síðan að ég hef kvittað hjá þér, þó svo að ég kíki hér oft við.

Já, hvar erum við stödd í dag?  Skrítið að upplifa þessa stöðu á landinu okkar.  Ofurlaun bankaráðsmanna og stjóra er alveg yfirgengislegt, ok að borga góð laun til þeirra sem gegna mikilvægum stöðum en vá hvað eru þessir herra menn búnir að vera með há laun í nokkuð mörg ár? Maður bara spyr sig.

Núna um helgina ætla ég í sumarbústað með íþróttakennara vinkonum mínum og við ætlum að hafa þetta sæluhelgar tjútt þar sem efnahagsmálin munu ekki koma við sögu.

Njóttu helgarinnar, kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:49

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Nú skulum vid vona ad frú Jóhann Sigurdardóttir standi vid gefin loford og gangi straks til verks .Málin tola enga bid.

Gódur pistill hjá tér.

Gudrún Hauksdótttir, 24.10.2008 kl. 04:21

6 identicon

Alltaf góð. Það væri gaman að leiða þig og nöfnu þína  frænku þína saman þið talið sama tungumálið.Varstu á ASÍ þinginu? Hún var þar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:43

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir


Veistu, við höfum verið að jagast á því að svona framfærslugrunnur sé gerður. Mér finnst bara einfaldlega ekki hægt að reikna upphæðir neinna launa, bóta, lánakjara eða framfærslu án þess að hafa slíkan stuðul.

Margar nefndir eru starfandi núna um kjör fólks og réttarstöðu og ég bara skil ekki hvernig hægt er að koma með tillögur að breytingum ef við höfum enga viðmiðun.

Ég veit reyndar að ráðamenn eru efins því það er mjög viðamikil vinna sem fylgir þessu og þarfnast stöðugrar uppfærslu. En só vott? Þetta er nauðsynlegt.

Laufey Ólafsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband