Leita í fréttum mbl.is

Frábært átthagamót!

Komin heim eftir frábæra skemmtun á skjálftaslóðum.  Kom reyndar með seinni skipunum í gærkvöld, las nokkrar frábærar færslur hjá bloggvinum og hrundi svo í rúmið og hef verið meðvitundarlaus síðanWhistling.

Ég er farin að halda að þetta með hlýnun jarðar sé einhver ímyndun í fólki.  Við Ásta æskuvinkona lögðum af stað úr bænum seinnipart föstudags í glaðasólskyni og 19° hita.  Þegar við komum að “næturgistingarstað” hjá Evu Ástusystur á Selfossi var svo mikil rigning að varla var fært frá bíl að Evu dyrum.  Við sátum af okkur rigninguna í Evu eldhúsi og nærðum okkur á lystagóðri humarsúpu með þeim Evu og Hafliða.  Skiptum svo yfir í “kuldagallann”, þ.e.a.s. eins mikinn kuldagalla og “vitsmunir” segja að pakka skuli þegar lagt er af stað í 19° hitaWoundering.

Eftir veislutrakteringar hjá Evu og Hafliða héldum við á vit ”Sumargleðinnar” á Laugarvatni, sem Súgfirðingafélagið stóð þar fyrir.  Þar hafði ekki komið rigningardropi úr lofti allan daginn, en hann blés hraustlega að norðan og eins og staðkunnugir vita þá skín sólin ekki á tjaldbúa við Laugarvatn eftir kl. 19:30, þannig að það var kalt.  En gleðin og vináttan sem skein úr andlitum “tjaldbúa”  (eða réttara sagt felli- og hjólhýsabúa….ætli Geir viti þetta?) hlýjaði okkur inn að hjartarótum.  Þarna eyddum við notalegri kvöldstund með frábæru fólki og rifjuðum upp gömul kynni frá æskuslóðumHeart. 

Þarna var t.d. Ásta Sínu, sem er systir Báru Ingimars, Magga Sínu, Fribbu Ingimars, Sigga Sínu og Gumma Ingimars og Rögnu Sólberg. Þarna var líka Einsi Óla, sem er m.a. bróðir tvíburanna Ella Gunnu Valda og Óla Óla.  Ekki fundum við Maju Helgu Maju, sem er systir Hebbu og Ægis Hallbjörns., en ég nefni þetta sem dæmi um þá umræðu sem kom upp, þ.e. hvernig börnin voru annað hvort kennd við föður eða móður þótt um alsystkini væri að ræðaGrin.

Við Ásta eyddum svo nóttinni á “Hótel Evu” og eftir góðan morgunverð, sem dróst fram eftir degi í góðu spjalli við “hótelhaldara”, og alltof stuttu stoppi hjá Hrönn eðalbloggvinkonu, drifum við okkur aftur á svæðið.  Þar hafði heldur betur bæst í hópinn og er talið að hátt í 200 Súgfirðingar og vinir þeirra væru á staðnumSmile.

Þarna voru t.d. 8 “krakkar” úr ´48 árgangi ásamt mökum og “afleggjurum”.  Við vorum 6 úr ´52 árgangi, en náðum því ekki að hittast sem hópur, því sumir voru bara að ”keyra í gegn” eins og sagt er.  Eyrún (af Hallbjarnarætt, Haraldur minn!) hafði t.d. komið í heimsókn meðan við Ásta vorum ennþá að drolla niður á Selfossi.  Beggi kom aðeins við og við Ásta náðum að smella á hann kossi og þar sem við fermingarsystur, ég, Ásta og Helga Stefáns, sátum og spjölluðum yfir kaffibolla kom ”ungur” maður og smellti kossi á kinn okkar ”systra”Smile.  Á svona mótum kyssir maður alla og spyr svo:  Hver ert þú nú aftur?  Það gerði ég í þessu tilviki og varð að algjöru ”athlægi”Blush.  Þarna var þá komin Liljar fermingarbróðir ásamt dóttursyni sínum Kristófer Liljari.  Þeim stutta fannst nú alveg nóg um hvað afi ”gamli” þurfti að kyssa margar ”kellingar”W00t.

Undirbúningsnefnd Sumarhátíðar 2008 stóð sig með miklum ágætum.  Þarna var farið í ýmsa leiki og keppt í þrautum.  Allir sem tóku þátt fengu medalíur og var enginn skilin útundan.  T.d. mætti sonarsonur minn Róbert Skúli (Haraldur, pabbi hans er Skagamaður af Súgfirskum ættum!) í smáheimsókn á svæðið með foreldrum sínum, fór í ”kollhnís” og fékk medalíu!Wizard

Eftir skemmtilegan dag í góðra vina hópi, lögðum við Ásta íann og vorum komnar í okkar eingin rúm á ”skikkanlegum ömmutíma”. 

Ég er ekki myndavélavædd, þannig að myndþyrstir lesendur geta farið inn á heimasíðu Súgfirðingafélagsins, http://www.sugandi.is og skoðað herlegheitin eftir nokkra daga. 

Það má eiginlega segja að þarna hafi ég fengið forsmekkinn af því, sem ég mun upplifa á Súgfirskri Sælu, en þangað ætla ég að mæta eftir rúma  vikuWhistling.

Bloggvinum mínum þakka ég innlit og kveðjur við síðustu færsluHeart.

Að lokum vil ég enda á vísu með texta eftir Sr. Jóhannes Pálmason, sem Súgfirðingar af nokkrum kynslóðum syngja alltaf þegar þeir koma saman:

 

Gamla fatan.

 
Hve ljúft er í hillingum liðinna daga

Að líta þig bernskunnar dýrlegu slóð.

Hinn blómgvaða hvamm undir laufskógar leiti

Þar lágreisti bærinn hans föður míns stóð.

Hið sólgyllta vatn þar sem vindmillan rumdi

Hinn veðraða klett þar sem lækurinn flaug

:,: og fjárhúsið, hlöðuna, fjósið og brunninn

    og fötuna gömlu, sem hékk þar í taug:,:

 

 

 


 

 


   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það leikur sér veðrið og við fljúgum með.  Þetta hefur nú samt verið gaman þrátt fyrir rok og rigningu, allt gott sem endar vel og fallegt er ljóðið 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þessi helgi hefur væntanlega verið ógleymanleg, þrátt fyrir kulda og trekk.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með vel heppnaða helgi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég elska svona samkundur með góðum gömlum vinum.

Ía Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 20:17

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með vel heppnaða ferð

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aldrei að sleppa tækifæri til kossaflangss ;)

Takk fyrir komuna og græjuna og ég vil endilega að þú/þið komið betur við hjá mér næst

Hrönn Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 22:28

8 identicon

Takk fyrir frábæra helgi Sigrún mín.

Já það var gaman að koma á Laugarvatn og hitta þetta frábæra fólk og hvað við skemmtum okkur alltaf vel er við hittumst.  Þetta tókst í alla staði mjög vel, breiður hópur fólks sem átti góðar stundir saman.

Ég tók nokkuð skemmtilegar myndir, kem til með að láta setja þær inn á suganda síðuna.

Þá er bara næsta hátíð hjá manni, Írskir dagar á næstu helgi, þú kemur auðvitað á gamlar slóðir er það ekki?

Svo er það hin Súgfirska Sæla á Suðureyri eftir hálfan mánuð hjá okkur og auðvitað verðum við þar

Kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 22:59

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Oh, hvað það hefur verið yndislega gaman, þrátt fyrir veðratilbrigðin.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2008 kl. 00:04

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk kæru konur fyrir innlit og kveðjur.  Anna mín við sjáumst alveg örugglega á Sælu, en ég veit ekki með Írska daga.

Hallgerður, ég hitti ekki Ásdísi, því miður, en ég kom við hjá Hrönn en stoppaði alltof stutt.  Það eina sem kom mér á óvart með Hrönn, var að mér fannst hún "unglegri", svona stelpulegri, en ég hafði ímyndað mér. Að  öðru leiti það sama og þér finnst og eins og að ég hefði bara alltaf þekkt hana.

Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:34

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Frábær helgi á laugarvatni hjá ykkur Ônnu Bj.Já Kristófer mínum Liljari  hefur fundist nóg um hjá afa gamla ad turfa kyssa allar tessar kellingar.Teir eru svo miklir vinir nafnarnirTad hefur  bara verid  svona vel mætt á svædid trátt fyrir svona leidinlegt vedur.

Knús á tig mín kæra Sigrún inn í góda viku.

Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:02

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigrún, varla hefur þetta verið Eyrún Huld dóttir mín, sem þarna kom af Hallbjarnarætt. Hún kom ekki til landsins fyrr en á laugardag. Var í heimsókn hjá ættingjum í móðurætt í Noregi. Afastrákurinn, tæpra þriggja ára, sagði stoltur við mig í gær: "Ég er nú bara á Íslandi núna afi," enda mikið sigldur maður og hefur komið til tveggja heimsálfa, þótt ekki sé eldri. - En ég er viss um að þú hefur skemmt þér vel með einhverjum ættingjum mínum þarna, þekki því miður allt of fáa, nema þá sem eru hér í nágrenni við mig núna.

Haraldur Bjarnason, 1.7.2008 kl. 22:09

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Haraldur, Eyrún fermingarsystir er barnabarn Kristeyjar Hallbjarnardóttur. Afastrákurinn þinn er náttúrulega flottastur...eins og minn ömmustrákur á sama aldri.

Sigrún Jónsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:21

14 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:21

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sá Báru niður á sjúkrahúsi í dag.  Rögnu þekki ég líka vel.  En veistu að það var 24°hiti á Suðureyri í gær, mér sagt af manni sem leit á mælinn, það er samt vandlega þagað yfir svona fréttum að vestan í útvarpinu.  En hér er bara svon notalega hlýtt og gott.  Ég er að mála kerin áSuðureyri fyrir Sæluvikuna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband