Leita í fréttum mbl.is

A.la. Stöð 2

Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, undirrituðum á Þingvöllum fyrir rétt rúmu ári:

"Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta" 

Ekki fór mikið fyrir efndum á þessari "yfirlýsingu" í nýafstöðnum samningum við sjúkraliða eða eflingarstarfsfólk í umönnunarstörfum.  10 mánuðir í næstu samninga og kjörtímabil líðurWoundering.

Hjúkrunarfræðingar þið eigið leik, ég styð ykkur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Efndirnar munu ekki prýða veggina á stjórnarheimilinu.  Svo mikið er víst.

Kveðja inn í helgina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

verst að mér heyrist á þeim sjúkraliðum sem ég hef talað við að þeir ætli að samþykkja samninginn

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jenný Anna, Takk og sömuleiðis. Sammála, ég er allavega ekki bjartsýn.

Hallgerður, ég tek ekki þátt í stríði milli stétta.  Hef aldrei orðið vör við annað en fullkomið traust og vinskap við þá hj. fræðinga, sem ég hef unnið með.  Hagsmunir þessara stétta fara saman.

Hólmdís mín, ég heyri það sama.  Enginn ánægður en stuttur samningstími bót í máli.  Við þessar einhleypu, höfum ekki efni á ófyrirsjáanlega langri baráttu og þessar með "fyrirvinnuna" virðast sumar hverjar bara sælar með sitt, eins og venjulega.

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gangi ykkur vel í baráttunni tarna nordurfrá..

Hér logar allt í verkföllum og lítid um medbyr frá hinu opinbera.

Gudrún Hauksdótttir, 6.6.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hrikalegt ef sjúkraliðar ætli að samþykkja þennan snautlega samning. Hingað til hefur ekki skort á samstöðuna hjá ykkur. Reyndar er forystan þegar búin að marka línurnar þannig að það gæti verið erfitt að fylgja þeim ekki.

Það er rétt ábending hjá þér Sigrún, það er bót í máli að samningurinn er stuttur.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.6.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Er ekki sama ra.......... undir öllum þessum stjórnmálamönnum? Alveg sama hver er við stjórn alltaf kraumar reiðin  útí þjóðfélaginu

Halldóra Hannesdóttir, 6.6.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gurra mín, verkfallsaðgerðir eru "þróaðri" á hinum norðurlöndunum og þar er verkalýðsforista ekki eins háð pólitísku flokkunum

Guðrún Jóna, okkar forysta virðist vera stöðnuð og það fara fáir á móti "markaðri" stefnu hennar.  Ég vil að ef þessir samningar verða samþykktir, að þá muni fylgja því skýr skilaboð um hörku fyrir næstu samningalotu.

Halldóra mín það er sami RASSINN undir öllum stjórnmálamönnum þegar þeir komast til valda

Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:25

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála það eru engar efndir, áttu þið von á því?
Ég er nú búin að lifa þær nokkrar, kosningarnar, en aldrei verið jafn döpur áður og hafði enga trú á þessum mönnum.
Það skein úr svip þeirra flestra, falsið.
                  Knús milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 17:32

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Loforð og efndir hanga því miður sjaldan saman.  En gott hjá þér að vekja athygli á þessu.  Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 18:29

10 identicon

Mað spyr sig stundum af því hvað loforð er! Það kemur akkúrat ekkert út úr þessum mönnum sem við höfum við stjórn, því miður.

Nú er byrjuð fótbolta veisla, 2 leikir á dag sem er ekki leiðinlegt Ég ákvað að gerast bulla ;-)

Kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:38

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit kæru konur Ég er að hugsa um að taka "stöð 2" á þetta og minna reglulega á þessa setningu úr stjórnarsáttmálanum.

Anna "kennari", heldur þú að það verði búið að semja við ykkur fyrir haustið?

Er búin að blóta blessuðum boltanum í dag.  Hvar er fréttatíminn minn? En góða skemmtun "bullan" þín

Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2008 kl. 19:58

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...a la Stöð 2.......hvað heldurðu að Geir segi þá???? ...fótbolti, handbolti, allur pakkinn...svo fréttir á eftir öllu saman....flott!!!

Haraldur Bjarnason, 9.6.2008 kl. 00:11

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Einelti, Haraldur, einelti

Sigrún Jónsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:14

14 identicon

Nei það er ekkert að ganga í okkar málum, allt of mikið sem ber í milli.  Er bara hrædd fyrir haustið, þá má mikið gerast í nefndunum ef á að takast að semja við okkur kennarana fyrir haustið

Svolítið borðleggjandi sigur í dag í leikjunum. Það verður þvílíkur dagur á morgun, virkilega spennandi lið, reyndar erfiðasti riðillinn, já vonandi að  maður fái óvænt úrslit á morgun

Kv. bullan á Skaganum 

Anna (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband