Leita í fréttum mbl.is

Kirkjulegar athafnir!

Ég er svo voðalega lítið listræn í mér að þessi gjörningur stuðar mig og særir blygðunarkennd mínaBlush.  En til þess er leikurinn væntanlega gerður.  Einhver sagði að list væri ekki list nema  hún gæti hrist svolítið upp í fólki.

Ég get samt alveg tekið undir það með Sturlu og félögum að þessi ríkisstjórn er arfaslöpp en hún er ekki "dauð" og það er ljótt að kviksetja fólk, því ráðherrar eru jú fólk og þótt þeir hafi svikið og skrumskælt bæði kosningaloforð og stjórnarsáttmála þá er eina valdið sem við hin almenni kjósandi höfum gagnvart þessu fólki, kjörseðillinn okkar, þannig er lýðræðiðErrm.

Þingmenn eru að fara í "sumarfrí".  Þeir segjast reyndar flestir vinna "baki brotnu" í þessu fríi sínu og þetta sumarið mun ég taka þá mér til fyrirmyndar, því ég er búin að lofa mér í vinnu í mínu "sumarfríi"Cool.  Það verð ég að gera, þar sem launin mín duga varla til framfærslu hvað þá nýjum "flatskjá"Wink.

Eitt af kosningaloforðunum fyrir síðustu alþingiskosningar var að bæta þyrfti "verulega" kjör fólks, sem vinnur við uppeldis- og umönnunarstörf.  Þetta var síðan sett í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar svo væntingar urðu miklar í mínu vinnuumhverfiWhistling.  Nú er ljóst að þessi loforð á ekki að efna, þeir sviku þau við fyrsta tækifæriAngry.

Formenn stjórnarflokkanna segja að þeir séu búnir að framkvæma 80% af kosningaloforðum, þeir eiga þá bara eftir 20% og hljóta því að geta klárað listann fyrir næstu Jól.  Þessar fréttir fela í sér nýjar væntingar hjá mér:  Verður kannski boðað til nýrra kosninga eftir Jól?Whistling

Þingheimur er veruleikafirrtur þegar kemur að umfjöllun um kjör almennings í landinu, ég sé það í "túpusjónvarpinu" mínu í hverjum einasta fréttatímaWoundering

Ég tek ekki þátt í skrumskælingu "jarðarfara" en í dag held ég upp á 42 ára afmæliWizard.

Þann 29. maí árið 1966 voru 15 unglingar fermdir í Suðureyrarkirkju.  Við vorum flottur og samheldinn hópur, sem "hlykkjaðist" framhjá drullupollum á leið okkar frá félagsheimilinu inn að Kirkjunni okkar.  Fremstur fór sóknarpresturinn okkar, Sr. Jóhannes Pálmason og fermingarbörnunum, hvítu "englunum"Halo hafði hann raðað eftir stærðGrin.  Hilmar fremstur og Maja aftastWink.

Elsku fermingarsystkin, ég hugsa oft til ykkar og vona að þið hafið það gottHeart

Fermingardagurinn!

 

 


mbl.is Fyrst og fremst táknræn athöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þessi ,,athöfn" fór svolítið fyrir brjóstið á mér. Jarðarfarir eru eitthvað sem ekki má skrumskæla enda alltaf erfitt ferli fyrir hvern sem er.

Góður pistill Sigrún

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Til hamingju með daginn

Lilja Einarsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Til hamingju með fermingarafælið um daginn

Halldóra Hannesdóttir, 30.5.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 09:39

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég þakka innlit og kveðjur

Takk fyrir Hallgerður.  Sonur minn er með skanna og hann framkvæmdi þetta fyrir mig eftir minni "pöntun", svo sendi hann mér bara myndirnar á e-mailið.  En þetta er víst ekki flókið mál, segja þeir sem þetta eiga. 

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband