Leita í fréttum mbl.is

Lowestoft, framtíð vestfjarða?

Þessi færsla er soldið svona í og með saga fyrir synina.

Lowestoft er fiskimannabær á austurströnd Englands.  Þar bjuggu fyrrverandi tengdaforeldrar mínir í allmörg ár, þannig að þangað fór ég reglulega í heimsókn á árum áður.

Í þessum enska bæ vissu allir hvar Ísland var, því flestir bæjarbúar höfðu einhverja tengingu við sjómennina, sem stundað höfðu fiskveiðar við Íslands „háskalegu“ strendur í langan tíma.

Annars var það frekar sjaldgæft fyrir 30 árum eða svo að Englendingar vissu hvar Ísland væri á hnettinum og fékk maður hinar ýmsu útgáfur af því hvað tjallinn taldi sig vita um miðdepil

heimsins!Woundering

En í Lowestoft vissu allir „allt“ um Ísland.  Sjómennirnir þar höfðu með hjálp sjóhers Drottningar, háð þorskastríð, við íslenska sjómenn og byssubáta (gunboats) íslenska heimsveldisins, og tapað stórt!Wink

Það merkilega var, að ég var allsstaðar aufúsugestur og ekki létu Lowestoftbúar það bitna á mér að þeir hefðu orðið undir í baráttunni um íslenska þorskinn, þótt þeir söknuðu íslensku fiskimiðanna.  Þeirra reiði beindist gegn breskum stjórnvöldum, sem komu ekki með neitt í staðinn fyrir fiskinn og miðað við fréttir undanfarna daga, er ekkert farið að gera núna 30 árum síðar.Frown

Vestfirðingar, saga Lowestoft getur orðið saga ykkar, því miður.Frown

Ég man eftir því að einu sinni fékk ég áskorun á einhverjum pub um að koma í flökunarkeppni við Lowestoft flakara og tók henni (í einhverri ölvímu) að sjálfsögðu og mætti galvösk í eitt fiskvinnsluhúsið.Cool

Ég vann ekki þessa keppni (þótt minn fyrrverandi hafi alltaf haldið því fram), en my god, ég fékk virðingu og eflaust margar pöbba frásagnir fyrir vikið.  Þeir höfðu aldrei séð konu flaka fisk!!!  Keppinautarnir fylltust virðingu fyrir þessari íslensku þjóð, þar sem konurnar, þessar fallegu konur (eins og þeir endurtóku í sífellu!!), kunnu aldagamalt handbragð karlanna.Smile

Í Lowestoft lærði ég líka aldagamla enska matargerð.  Ég lærði að búa til PIE, sem minnir mig á að ég þarf eiginlega hjálp Ómar minn við að fletja þessa dagana svo ég geti boðið ykkur öllum í uppáhaldsmatinn, steik & kidney pie!!Heart

Mér datt þetta svona í hug vegna frásagna frá þessum slóðum í fréttatíma íslenska ríkissjónvarpsins undanfarin kvöld.  Fiskveiðikvóti smábátasjómanna í Lowestoft er núna

50 kg. af þorski á ári skv. tilskipunum Evrópusambandsins.  Erum við Íslendingar í einhverri annarri stöðu gagnvart ESB en Breska heimsveldið?  Spyr sá sem ekki veit!Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að Þessari frásögn Sigrún mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hrikalegar staðreyndir sem þarna blasa við. Þetta vilja svo ýmisr kalla yfir okkur.

Frábær frásögn, auðitað stóðstu þig vel í keppninni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:16

3 identicon

Já móðir mín kær, þú hringir bara og bíður okkur í matinn, við komum svo og búum hann til fyrir þig... er það ekki bara.. maður er nú orðinn svo déskoti klár í þessu eftir að þú gafst upp upskriftina.. haha..

en hann fyrrverandi þinn, (pabbi gamli) ,  hann var nú góður kall að segja að þú hefðir unnið.. ekki það að ég efist eitthvað að þú hafir sigrað þessa keppni, .... en ég hef nú séð þig í ölvímu móðir mín.. og svo þykist ég.. já, ég þykist líka vita að tjallinn hafi nú eitthvað aðeins betri reynslu af því að fá sér eins og einn eða tvo bitter(öl) og flaka svo fisk.. ;)
þú ert góð kona. :D 

Ómar Daníel (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir

Samfélagsmál eru allra mál!

 

sigrunjonsdottir@internet.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband